Níðingsverk á hesti vekja hörð viðbrögð

  • 23. mars 2024
  • Fréttir

Myndin tengist fréttinni ekki beint

MAST stöðvar tímabundið þjálfun hesta við kvikmyndaverkefni

Í gær fór myndband eins og sinueldur um netheima sem vakti hörð viðbrögð þeirra sem þau sáu og skyldi engan undra. Á myndbandinu má sjá knapa níðast á hesti inn í reiðhöll og lemur hann m.a. ítrekað í höfuð hestsins með písknum auk annarra aðferða sem ekkert eiga skylt við eðlilega þjálfun og reiðmennsku.

Heimildir Eiðfaxa benda til þess að um erlendan aðila sé að ræða og hestarnir hafi verið partur af kvikmyndaverkefni.

Á vef MAST kemur fram eftirfarandi fram:

Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna alvarlegra atvika sem sjást á myndböndum sem stofnuninni hafa borist og vísbendinga sem komu fram við eftirlit stofnunarinnar í gær.

Starfsemin verður stöðvuð á meðan ítarlegri rannsókn fer fram og þar til kröfur til úrbóta verða uppfylltar.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar