Niðurstaða tilnefndra búa til ræktunarbús ársins

  • 25. desember 2020
  • Fréttir

Eins og áður hefur verið tilkynnt, var hrossaræktarbúið Þúfur í Skagafirði valið ræktunarbú ársins árið 2020. Árangur búsins á árinu er frábær, sem og allra þeirra ræktunarbúa sem hlutu tilnefningu. Hér að neðan má sjá lista yfir fjölda sýndra hrossa og meðaltal aðaleinkunnar sýndra hrossa allra þeirra 13 búa sem tilnefnd voru sem ræktunarbú ársins 2020.

Ræktunarbú Meðaltal ae. Fjöldi Sæti
Þúfur Mette Mannseth og Gísli Gíslason 8,49 14 1.
Ragnheiðarstaðir Helgi Jón Harðarson og fjölskylda 8,50 9 2.
Skipaskagi Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir 8,49 9 3.
Garðshorn, Þelamörk Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius 8,53 5 4.
Ketilsstaðir / S-Gegnishólar Bergur Jónsson og Olil Amble 8,39 12 5.
Prestsbær Inga og Ingar Jensen 8,49 6 6.
Hjarðartún Óskar Eyjólfsson 8,45 5 7.
Fet Karl Wernersson, Hrossaræktarbúið FET ehf 8,34 16 8.
Torfunes Baldvin Kr. Baldvinsson 8,42 6 9.
Flagbjarnarholt Sveinbjörn Bragason, Þórunn Hannesdóttir, Bragi Guðmundsson 8,43 4 10.
Skagaströnd Þorlákur Sigurður Sveinsson og Sveinn Ingi Grímsson 8,36 8 11.-13.
Efsta-Sel Daníel Jónsson, Hilmar Sæmundsson, Lóa Dagmar Smáradóttir 8,37 6 11.-13.
Efri-Fitjar Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson og fjölskylda 8,39 4 11.-13.

Vert er að benda á að mörg þessara búa voru einnig með afkvæmahross á árinu sem taldi til hækkunar meðaltals aðaleinkunnar og fjölda sýndra hrossa.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<