Niðurstöður frá Suðurlandsmóti yngri flokka

  • 18. ágúst 2024
  • Fréttir
Í dag lauk Suðurlandsmóti yngri flokka en hægt er að horfa á mótið inn á stöð Eiðfaxa á Sjónvarpi Símans. 

Í ungmennaflokki var það Sara Dís Snorradóttir sem vann tölt T3 á Spennu frá Bæ og 100 m. skeiðið á Djarf frá Litla-Hofi. Sigurður Steingrímsson vann fjórganginn á Rún frá Koltursey og gæðingaskeiðið vann Guðný Dís Jónsdóttir á Ásu frá Fremri-Gufudal.

Apríl Björk Þórisdóttir vann tölt T3 í unglingaflokki á Lilju frá Kvistum og Ída Mekkín Hlynsdóttir vann slaktaumatöltið á Söru frá Lækjarbrekku 2. Loftur Breki Hauksson og Höttur frá Austurási unnu tölt T7 og Kristinn Már Sigurðarson vann fjórgang V2 á Flaum frá Fákshólum. Dagur Sigurðarson vann fimmganginn á Skugga-Sveini frá Þjóðólfshaga 1 og 100 m. skeiðið á Trommu frá Skúfslæk. Hrafnhildur Svana Sigurðardóttir vann gæðingaskeiðið á Smyril frá V-Stokkseyrarseli.

Í barnaflokki var það Linda Björg Friðriksdóttir á Áhuga frá Ytra-Dalsgerði sem vann tölt T3 og fjórgang V2 en hún vann einnig tölt T7 á Kötlu frá Hólsbakka. Slaktaumatöltið vann Una Björt Valgarðsdóttir og Heljar frá Fákshólum

Hér eru niðurstöður frá mótinu.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar