Niðurstöður úr B úrslitum á Íslandsmóti
Fyrstu B úrslit dagsins voru í fjórgangi og þar vann Hulda María Sveinbjörnsdóttir á Muninn frá Bergi sæti í A úrslitum á morgun í ungmennaflokki. Í meistaraflokki var það Hans Þór Hilmarsson á Fáki frá Kaldbak.
Þórey Þula Helgadóttir vann fimmgangsúrslitin á Kjalari frá Hvammi I og í meistaraflokki var það Þorgeir Ólafsson á Aþenu frá Þjóðólfshaga I.
Næst voru B úrslit í slaktaumatölti og þar voru þau hlutskörpust Herdís Björg Jóhannsdóttir á Kjarnveigu frá Dalsholti í ungmennaflokki og Guðmunda Ellen Sigurðardóttir á Flaumi frá Fákshólum í meistaraflokki.
Síðustu B úrslitin voru í tölti. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal vann B úrslitin í ungmennaflokki á Gretti frá Hólum og í meistaraflokknum voru þær jafnar Jóhanna Margrét Snorradóttir á Kormáki frá Kvistum og Ragnhildur Haraldsdóttir á Úlfi frá Mosfellsbæ en samkvæmt nýjustu reglum LH þá fer bara eitt par áfram inn í úrslitin og fór það svo að Ragnhildur og Úlfur mæta í A úrslitin á morgun.
Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr öllum B úrslitum dagsins
B úrslit – Tölt T1 – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
6-7 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ 8,44
6-7 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum 8,44
8 Arnhildur Helgadóttir Vala frá Hjarðartúni 8,11
9 Helga Una Björnsdóttir Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku 8,06
10 Teitur Árnason Fjalar frá Vakurstöðum 7,94
11 Viðar Ingólfsson Vigri frá Bæ 7,83
B úrslit – Tölt T1 – Ungmennaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Grettir frá Hólum 7,50
7-8 Signý Sól Snorradóttir Byrjun frá Halakoti 7,28
7-8 Þórey Þula Helgadóttir Hrafna frá Hvammi I 7,28
9 Sigurður Baldur Ríkharðsson Trymbill frá Traðarlandi 7,22
10 Emilie Victoria Bönström Kostur frá Þúfu í Landeyjum 7,00
11 Kristján Árni Birgisson Rökkvi frá Hólaborg 6,94
B úrslit – Slaktaumatölt T2 – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Flaumur frá Fákshólum 8,08
7 Glódís Rún Sigurðardóttir Magni frá Ríp 7,62
8 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni 7,58
9 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bútur frá Litla-Dal 7,50
10 Birna Olivia Ödqvist Ósk frá Stað 7,21
B úrslit – Slaktaumatölt T2 – Ungmennaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Herdís Björg Jóhannsdóttir Kjarnveig frá Dalsholti 7,17
7 Eydís Ósk Sævarsdóttir Blakkur frá Traðarholti 7,04
8 Selma Leifsdóttir Hjari frá Hofi á Höfðaströnd 6,83
9-10 Glódís Líf Gunnarsdóttir Hekla frá Hamarsey 6,58
9-10 Lilja Dögg Ágústsdóttir Kolvin frá Langholtsparti 6,58
B úrslit – Fjórgangur V1 – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Hans Þór Hilmarsson Fákur frá Kaldbak 7,83
7 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum 7,73
8 Stella Sólveig Pálmarsdóttir Stimpill frá Strandarhöfði 7,70
9 Þórdís Inga Pálsdóttir Móses frá Flugumýri II 7,57
10 Glódís Rún Sigurðardóttir Hugur frá Efri-Þverá 7,00
B úrslit – Fjórgangur V1 – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Muninn frá Bergi 7,17
7 Eva Kærnested Styrkur frá Skák 7,07
8 Sigurður Baldur Ríkharðsson Garri frá Bessastöðum 7,03
9 Þórgunnur Þórarinsdóttir Hnjúkur frá Saurbæ 7,00
10 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Jökull frá Rauðalæk 6,90
B úrslit – Fimmgangur F1 – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Þorgeir Ólafsson Aþena frá Þjóðólfshaga 1 7,43
7 Árni Björn Pálsson Kná frá Korpu 7,29
8 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Esja frá Miðsitju 7,17
9 Hafþór Hreiðar Birgisson Dalur frá Meðalfelli 7,10
10 Hanna Rún Ingibergsdóttir Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk 7,00
11 Snorri Dal Gimsteinn frá Víðinesi 1 6,74
B úrslit – Fimmgangur F1 – Ungmennaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Þórey Þula Helgadóttir Kjalar frá Hvammi I 7,07
7 Þorvaldur Logi Einarsson Saga frá Kálfsstöðum 6,76
8 Herdís Björg Jóhannsdóttir Skorri frá Vöðlum 6,74
9 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Sindri frá Lækjamóti II 5,88
10 Emilie Victoria Bönström Hlekkur frá Saurbæ 5,55