Hestamannafélagið Geysir Niðurstöður úr fjórgangsúrslitum dagsins

  • 11. maí 2024
  • Fréttir
Þá er næst síðasta degi WR íþróttamóts Geysis lokið.

Lauk honum á úrslitum í fjórgangi V1 í öllum flokkum og fjórgangi V2 í meistara- og 1. flokki.

Jóhanna Margrét Snorradóttir og Kormákur frá Kvistum unnu fjórgang V1 í meistaraflokki með 7,37 í einkunn. Ungmennaflokkinn vann Guðný Dís Jónsdóttir á Hraunari frá Vorsabæ II með 6,97 í einkunn og unglingaflokkinn vann Elva Rún Jónsdóttir á Straumi frá Hofsstöðum, Garðabæ með 6,87 í einkunn. Góður dagur hjá þeim systrum.

Í fjórgangi V2 í meistaraflokki voru þau jöfn í efsta sæti Ásmundur Ernir Snorrason á Óríon frá Strandarhöfði og Hanna Rún Ingibergsdóttir á Frumeind frá Brautarholti. Þurfti sætaröðun frá dómurum til að skeru úr um sigurvegara sem var Ásmundur Ernir. Í fjórgangi V2 í 1. flokki bar sigur úr bítum Vilborg Smáradóttir á Gná frá Hólateigi með 6,83 í einkunn.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá niðurstöður úr öllum fjórgangs úrslitum kvöldsins.

A úrslit – Fjórgangur V1 – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum 7,37
2-3 Valdís Björk Guðmundsdóttir Kriki frá Krika 7,07
2-3 Viðar Ingólfsson Þormar frá Neðri-Hrepp 7,07
4-6 Ásmundur Ernir Snorrason Vörður frá Njarðvík 6,97
4-6 Bylgja Gauksdóttir Goði frá Garðabæ 6,97
4-6 Sara Sigurbjörnsdóttir Vísir frá Tvennu 6,97

A úrslit – Fjórgangur V1 – Ungmennaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Guðný Dís Jónsdóttir Hraunar frá Vorsabæ II 6,97
2 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Muninn frá Bergi 6,40
3 Lilja Dögg Ágústsdóttir Hraunar frá Litlu-Sandvík 6,27
4 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Hrynjandi frá Kviku 6,20

A úrslit – Fjórgangur V1 – Unglingaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Elva Rún Jónsdóttir Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 6,87
2 Ída Mekkín Hlynsdóttir Marín frá Lækjarbrekku 2 6,60
3 Elísabet Líf Sigvaldadóttir Askja frá Garðabæ 6,37
4 Apríl Björk Þórisdóttir Lilja frá Kvistum 6,30
5 Steinunn Lilja Guðnadóttir Assa frá Þúfu í Landeyjum 6,23
6 Ragnar Snær Viðarsson Ási frá Hásæti 3,97

A úrslit – Fjórgangur V2 – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1-2 Ásmundur Ernir Snorrason Óríon frá Strandarhöfði 6,57
1-2 Hanna Rún Ingibergsdóttir Frumeind frá Brautarholti 6,57
3-4 Guðbjörn Tryggvason Vök frá Dalbæ 6,13
3-4 Ólafur Þórisson Snerpa frá Hólmum 6,13
5 Julian Oliver Titus Juraschek Spá frá Herríðarhóli 6,00
6 Kristín Lárusdóttir Eik frá Syðri-Fljótum 5,83

A úrslit – Fjórgangur V2 – 1. flokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Vilborg Smáradóttir Gná frá Hólateigi 6,83
2 Snæbjörg Guðmundsdóttir Árdís frá Bjarnanesi 6,20
3-4 Ragnheiður Þorvaldsdóttir Ekkó frá Hvítárholti 5,90
3-4 Emma R. Bertelsen Sólbirta frá Miðkoti 5,90
5 Ásdís Brynja Jónsdóttir Koli frá Efri-Fitjum 5,87
6 Guðrún Alexandra Tryggvadóttir Gláma frá Kaldbak 5,73

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar