Nóg um að vera á sjónvarpsstöð Eiðfaxa í dag

Það er nóg um að vera á sjónvarpsstöð Eiðfaxa í dag þegar sýnt er frá úrslitadegi á tveimur íþróttamótum. Annars vegar frá opnu Íþróttamóti Spretts og hinsvegar frá alþjóðlegu (WR) íþróttamóti á Ruppiner Hof í Þýskalandi.
Útsending frá íþróttamóti Spretts hefst klukkan 09:30 og stendur yfir til 17:00 í dag og útsending frá Þýskalandi hófst klukkan 05:30 að íslenskum tíma í morgun og lýkur klukkan 16:00 á íslenskum tíma.
Ekki missa af þessu og svo miklu meira til á EIÐFAXATV og tryggðu þér áskrift
Eiðfaxi TV er aðgengilegt á vefnum, í snjallsímum, Apple TV, Android TV, Google TV og Amazon Fire TV.
Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is. Við hvetjum þá sem ætla að tryggja sér áskrift að gera það tímanlega svo hægt sé að aðstoða fólk ef eitthvað kemur upp.