Nóg um að vera í Skagafirði næstu helgi
Mikið verður um að vera í Skagafirði annað en réttin en á föstudeginum verður opið hús hjá fjölskyldunni á Nautabúi sem býður alla velkomna að sjá aðstöðuna og hross í ræktun frá Hestkletti og eins býður fjölskyldan á Varmalandi alla velkomna á opið hús.
Milli kl. 16:00 – 18:00 veðrur haldin sölusýning á vegum hrossaræktarsamband Skagfirðinga í reiðhöllinni Svaðastöðum og um kvöldið verður síðan reiðhallarsýning sem byrjar kl. 20:00. Rúnar Eff mun síðan halda uppi stuðinu á Kaffi Krók um kvöldið eftir sýningu.
Á laugardeginum er síðan réttin sjálf en hún byrjar kl. 13:00 og um kvöldið verður Laufskálaréttarballið sem hefst kl. 23:00 og er í reiðhöllinni á Svaðastöðum.