Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Nokkuð um breytingar í liðum Meistaradeildarinnar

  • 29. desember 2025
  • Fréttir

Undirbúningur fyrir komandi tímabil í Meistaradeild Líflands er í fullum gangi og ljóst að talsverðar breytingar hafa orðið á skipan liða. Nýtt lið bætist í hópinn, sterk lið sameinast og nokkrir knapar færa sig á milli liða innan deildarinnar. Þá eru knapar að snúa aftur eftir fjarveru auk þess sem nýir knapar stíga sín fyrstu skref í deildinni. Hér er yfirlit yfir liðin og helstu breytingarnar.

Ganghestar / Margrétarhof í endurnýjun

Lið Ganghesta/ Margrétarhofs er með nokkrar breytingar fyrir komandi tímabil. Sigurður V. Matthíasson er liðsstjóri og áfram í liðinu verða Aðalheiður A. Guðjónsdóttir og Ragnhildur Haraldsdóttir. Guðmar Hólm Ísólfsson kemur nýr inn í deildina, en Védis Huld Sigurðardóttir gengur til liðs en hún var í liði Sumarliðabæjar í fyrra.

Hestvit / Árbakki með stöðugan kjarna

Hestvit / Árbakki stillir upp óbreyttum en sterkum hópi. Liðsstjóri er Gústaf Ásgeir Hinriksson og með honum eru Hinrik Bragason, Jóhanna Margrét Snorradóttir, Glódís Rún Sigurðardóttir og Pierre Sandsten-Hoyos.

Hjarðartún fær nýjan liðsfélaga

Hjarðartún mætir með öflugan hóp þar sem Helga Una Björnsdóttir er liðsstjóri. Með henni verða Arnhildur Helgadóttir, Hans Þór Hilmarsson og Jakob Svavar Sigurðsson. Elvar Þormarsson snýr aftur í deildina eftir stutta fjarveru og styrkir hópinn enn frekar.

Hrímnir / Hest.is með nýtt andlit

Í liði Hrímnir / Hest.is er Viðar Ingólfsson liðsstjóri. Með honum keppa Sigurður Sigurðarson, Flosi Ólafsson og Ásmundur Ernir Snorrason. Brynja Kristinsdóttir kemur ný inn í deildina.

IB bílar – nýtt lið í deildinni

Lið IB bíla er nýtt í Meistaradeildinni og stillir upp blöndu af bæði reynslumiklum og afkastamiklum knöpum frá síðasta tímabili. Liðsstjóri er Benjamín Sandur Ingólfsson og með honum verða Jón Ársæll Bergmann og Þorgeir Ólafsson, sem koma allir úr liði Sumarliðabæjar. Þá ganga til liðs við þá tveir reynsluboltar, Bjarni Jónasson sem kemur úr liði Fets/Pulu, og Bergur Jónsson sem snýr aftur í deildina eftir nokkurra ára fjarveru.

Top Reiter / Sumarliðabær með blöndu af reynslu og nýliðum

Lið Top Reiter og Sumarliðabæjar hafa sameinast þar sem Teitur Árnason er liðsstjóri. Með honum eru Árni Björn Pálsson, Eyrún Ýr Pálsdóttir og Konráð Valur Sveinsson. Ný inn í liðið kemur Guðmunda Ellen Sigurðardóttir, sem stígur sín fyrstu skref í Meistaradeildinni og kemur inn sem spennandi viðbót í hópinn.

Mótin verða í beinni útsendingu á Eiðfaxa Tv

Ganghestar / Margrétarhof
Sigurður V. Matthíasson (liðsstjóri)
Aðalheiður A. Guðjónsdóttir
Guðmar Hólm Ísólfsson
Ragnhildur Haraldsdóttir
Védis Huld Sigurðardóttir
Hjarðartún
Helga Una Björnsdóttir (liðsstjóri)
Arnhildur Helgadóttir
Elvar Þormarsson
Hans Þór Hilmarsson
Jakob Svavar Sigurðsson
IB bílar
Benjamín Sandur Ingólfsson (liðsstjóri)
Bergur Jónsson
Bjarni Jónasson
Jón Ársæll Bergmann
Þorgeir Ólafsson
Hestvit / Árbakki
Gústaf Ásgeir Hinriksson (liðsstjóri)
Glódís Rún Sigurðardóttir
Hinrik Bragason
Jóhanna Margrét Snorradóttir
Pierre Sandsten-Hoyos​
Hrímnir / Hest.is
Viðar Ingólfsson (liðsstjóri)
Ásmundur Ernir Snorrason
Brynja Kristinsdóttir
Flosi Ólafsson
Sigurður Sigurðarson​
Top Reiter / Sumarliðabær
Teitur Árnason (liðsstjóri)
Árni Björn Pálsson
Eyrún Ýr Pálsdóttir
Guðmunda Ellen Sigurðardóttir
Konráð Valur Sveinsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar