Noregur Norðmenn verðlaunuðu sitt fólk á haustráðstefnu

  • 21. nóvember 2025
  • Fréttir

Anne Stine Haugen er íþróttaknapi ársins í noregi. Ljósmynd: Henk & Patty

Norsku íslandshestasamtökin (NIFH) héldu um síðustu helgi uppskeru- og haustráðstefnu á Gardermoen í Osló. Þar voru bæði afhent verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á árinu og mikilvæg málefni rædd tengd framtíð samtakanna.

Á vef samtakanna er sagt frá því að formaðurinn, Steinar Myhre, hafi meðal annars sagt frá styrkri stöðu Norðurlandanna innan FEIF og áhyggjum þeirra yfir því að mótssvæði fyrir HM séu byggð upp eingöngu fyrir mótin með tilheyrandi kostnaði, í stað þess að þau séu haldin á mótssvæðum sem eru varanleg.

Á galakvöldinu voru svo veitt verðlaun í hinum ýmsum flokkum til félagsmanna og hestamannafélaga innan NIFH bæði á keppnis og ræktunarsviðinu.

Helstu verðlaunahafar voru:

  • Hestamannafélag ársins: Freyfaxi

  • Áhugamaður ársins: Kristina Madsen

  • útreiðarmaður ársins: Lise Kristin Dybdal Kvig

Gæðingaknapar ársins:

  • Fullorðnir: Christina Lund

  • Ungmenni: Herman Gundersen

  • Unglingar: Saga Knutsen Eiríksdóttir

Íþróttaknapar ársins

  • Fullorðnir: Anne Stine Haugen

  • Ungmenn: Julie Thorsbye Andersen

  • Unglingar: Pernille Hansen Christiansen

Sérstök verðlaun:

  • Framfarir ársins: Idunn Marie Pedersen

  • Afrek ársins: Anne Stine Haugen

  • Einstakt afrek: Christina Lund og Lukku-Blesi

Verðlaun í ræktun:

  • Norsk fædda hryssa ársins: Edel fra Havnås

  • Norsk fæddi stóðhestur ársins: Gormur fra Villanora

  • Hryssa ársins: Samba fra Stugudal

  • Stóðhestur ársins: Valíant fra Fossan

  • Kynbótaknapi ársins: Gunnlaugur Bjarnason

  • Ræktunarbú ársins: Kringeland

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar