Norðurlandamóti 2020 aflýst

  • 8. apríl 2020
  • Fréttir

íslenska landsliðið á HM í Berlín

Tilkynning frá formönnum sambanda Norðurlanda um íslenska hestinn:

Formenn sambanda Norðurlanda um íslenska hestinn hafa komist að þeirri niðurstöðu að Norðurlandamótinu 2020, sem vera átti í Svíþjóð 28. júlí til 2. ágúst, verði aflýst vegna COVID-19. Þetta er dapurleg niðurstaða en aðrir möguleikar eru því miður ekki í stöðunni. Hestamenn eru hvattir til að  halda áfram að ríða út og þjálfa og nýta sér tölvutækni til að „hittast“ í þessum óvenjulegu og erfiðu aðstæðum.

Sjáumst á frábæru Norðurlandamóti árið 2022.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<