Ný hesthúsbygging á Norðfirði

  • 6. mars 2025
  • Fréttir

Hrafnhildur Stefánsdóttir tekur skóflustungu að nýju hesthúsi á Norðfirði. Ljósmynd: Nestak

Mikil lyftistöng fyrir hestamennskuna á svæðinu

Á vef Austurfrétta segir frá því að framkvæmdir séu hafnar við hesthúsabyggð á Kirkjubólseyrum á Norðfirði og er það byggingarfyrirtækið Nestak sem sér um framkvæmdina.

Um er að ræða hesthús með tólf stíum í námunda við reiðhöllina á Norðfirði sem ber heitið Dalahöllin. Ekki þarf að tíunda um mikilvægi þessarar byggingar fyrir hestamennskuna á svæðinu og möguleika sem henni fylgja bæði. Í umfjöllun Austurfrétta segir frá því að töluverð þörf hafi verið lengi á góðri aðstöðu sem sannaðist glögglega í lok nóvember þegar Nestak kynnti hugmyndina á opnum fundi og það sama kvöld skráðu allnokkrir áhugasamir hestamenn sig strax fyrir aðstöðu í hesthúsbyggingunni.

Í umfjöllun Nestak um málið segir: Hesthúsið verður staðsteypt og með rúmgóðar stíur. Í burðarliðnum er að stofna félag sem mun á endanum eignast húsið. Nestak ehf. byggir húsið í samvinnu við hestamenn í Fjarðabyggð en hestamenn geta keypt hlut í félaginu og eignast þar með stíur í húsinu. Enn eru lausar stíur í húsinu. Þá er gaman að benda á að með tilkomu jarðganga er nú álíka langt fyrir Eskfirðinga og Norðfirðinga að svæðinu.

Skemmtilegar fréttir að austan og mun framkvæmd þessi án efa verða mikil lyftistöng fyrir starfið þar um slóðir.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar