Ný- og landsdómara námskeið í gæðingakeppni

  • 19. mars 2025
  • Tilkynning

Landsdómarar í gæðingakeppni á Landsmóti árið 2016 á Hólum í Hjaltadal

Gæðingadómara- og landsdómaranámskeið á vegum Gæðingadómarafélags Landssambands hestamannafélaga

Gæðingadómarafélag Landssambands hestamannafélaga auglýsir ný- og landsdómaranámskeið ef næg þátttaka fæst. Námskeiðin samanstanda af fjarfyrirlestrum, heimaverkefnum og staðbundnu námi og munu standa frá miðjum apríl. Lokapróf verða tekin helgina 29. maí til 1. júní.

Námskeiðsgjald sem greiðist fyrirfram er:

Nýdómaranámskeið: kr 80,000

Landsdómaranámskeið: kr 60,000

Skráning og nánari upplýsingar: Fræðslunefnd GDLH veitir allar upplýsingar og tekur á móti skráningum í gegnum netfangið gdlhdomarar(hjá)gmail.com

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar