Ný stjórn deildar hrossabænda innan BÍ

F.v. Sonja Líndal Þórisdóttir, Þórdís Ingunn Björnsdóttir og Ragnhildur Loftsdóttir varamenn og Jón Vilmundarson, Nanna Jónsdóttir (formaður) og Guðný Helga Björnsdóttir
Deild hrossabænda fundaði í gær en 25 fulltrúar mættu á fundinn. M.a. annars á dagskrá fundarins var að kjósa tvo nýja fulltrúa í stjórn deildar hrossabænda. Guðný Helga Björnsdóttir bauð sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu og var Ólafur Sigurgeirsson kosinn nýr inn í stjórn.
Ný stjórn lýtur svona út:
Formaður: Nanna Jónsdóttir, Guðný Helga Björnsdóttir, Jón Vilmundarson, Ólafur Sigurgeirsson, Agnar Þór Magnússon
Varamenn: Sonja Líndal Þórisdóttir, Þórdís Ingunn Björnsdóttir, Ragnhildur Loftsdóttir.