Ný stjórn Meistaradeildar í Hestaíþróttum

  • 8. október 2020
  • Fréttir

Frá keppni í Meistaradeildinni mynd: Gunnar Freyr

Á framhalds aðalfundi Meistardeildar sem haldin var þann 6. Október sl.
var kosin inn ný stjórn, sem hefur nú formlega hafið störf.
Stjórnin er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga sem munu kappkosta við
að halda uppi hróðri Meistaradeildar og stuðla að áframhaldandi jákvæðri
þróun hennar.
Stjórnina skipa:
Sigurbjörn Eiríksson, formaður
Sóley Margeirsdóttir, ritari
Sigríður Pjetursdóttir, gjaldkeri
Erlendur Árnason
Kristín Þorgeirsdóttir
Varamenn: Gústaf Ásgeir Hinriksson, Teitur Árnason, Bjarni Elvar
Pjetursson
Á næstu dögum verða liðin á keppnistímabilinu 2021 kynnt til leiks ásamt
dagskrá og verður spennandi að sjá hvaða breytingar hafa orðið í liðunum
– en liðin eru afar sterk að vanda.
Núverandi stjórn vill að lokum þakka fráfarandi stjórn fyrir vel unnin
störf í þágu deildarinnar.
Stjórn Meistaradeildar í Hestaíþróttum

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<