Ný vefsíða til folalda- og unghrossadóma

  • 24. febrúar 2024
  • Fréttir

Skjáskot af vefsíðunni IceFoal

Ný vefsíða sem hönnuð er til að halda utan um unghrossasýningar hefur nú litið dagsins ljós. Vefsíðan heitir IceFoal og hana má skoða með því að smella hér.

Tímamót verða í dag á folaldasýningu hrossaræktarfélagsins Náttfara þegar þar sem 58 folöld eru skráð og ætlar Eyþór Einarsson, dómari sýningarinnar, að notast síðuna svo hægt verður að fylgjast með niðurstöðum.

Heimir Gunnarsson, formaður dómaranefndar FEIF, hefur tekið þátt í því að hanna síðuna og hrinda verkefninu í framkvæmd.

„IceFoal síðan er búin til fyrir FEIF með það að leiðarljósi að auðvela skipuleggjendum folalda- og unghrossasýninga sem og dómurum. Að auki eru þarna vistaðir allir dómar sem verða fyrir vikið öllum aðgengilegir og gerir kleift að bera saman niðurstöður milli sýninga. Þegar eitthvert magn af dómum hefur safnast þarna inn verður gríðarlega áhugavert að greina gögnin í kynbótafræðilegu tilliti og sjá hvort þarna leynist upplýsingar sem jafnvel mætti nýta með einhverjum hætti inn í ræktunarstarfið, beint eða óbeint.

Folalda- og unghrossasýningar njóta vinsælda í mörgum aðildar löndum FEIF, með tilkomu IceFoal verður aðvelt fyrir ræktendur og áhorfendur að fylgjast með því hvernig dómarar meta unghrossinn fyrir tiltekna eiginleika.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar