Nýir kennarar á Hólum

  • 22. mars 2023
  • Fréttir
Breytingar í kennaraliði Háskólans á Hólum

Töluverðar mannabreytingar hafa orðið í kennaralið Háskólans á Hólum í hestafræðum undanfarið. Þannig hafa þrír nýir reiðkennarar verið ráðnir frá áramótum, en það eru þær Arndís Brynjólfsdóttir sem ráðin er tímabundið, Heiðrún Eymundsdóttir og Ingunn Ingólfsdóttir. Fyrr í haust var tilkynnt að Klara Sveinbjörnsdóttir hefði verið ráðin í fullt starf sem reiðkennari en hún er nú í barneignaleyfi. Ráðnir hafa verið tveir nýir búsmenn, Ágúst Guðbjargarson og Snorri Jóhannesson, sá síðarnefndi er ráðinn tímabundið.

 

Þetta kemur fram í fundargerð Hólaskóla frá 26. janúar síðastliðnum

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar