Landsamband hestamanna Nýjir leiðarar fyrir dómara í gæðingalist

  • 28. febrúar 2025
  • Fréttir
Á ársþingi LH síðastliðið haust urðu breytingar á reglum um gæðingalist

Einkunn fyrir fegurð í reið færðist yfir á flæði og reiðmennsku og þar með varð vægi gangtegunda í greininni hærra en áður. Þar að auki var vægi æfinga uppfært og birt í janúar.

  • Gangtegundir vega 40%
  • Æfingar 40%
  • Flæði, reiðmennska og fegurð í reið 20%

Til samræmis við þessar breytingar hefur nýr leiðari fyrir dómara fyrir Flæði, reiðmennsku og fegurð í reið verið birtur í uppfærðu skjali um Reglur um Gæðingalist á heimasíðu LH ásamt uppfærðum viðauka með skilgreiningum á æfingum.

Með þessari uppfærslu hafa ekki orðið neinar efnisbreytingar á greininni, en nýr leiðari kominn inn til glöggvunar fyrir áhugasama.

„Hvetjum við alla knapa og aðra áhugasama til þess að skoða og kynna sér reglur greinarinnar nú þegar mótin eru að fara af stað. Gleðilegt gæðingalistarár!,“ segir í tilkynningu á heimasíðu LH.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar