Nýr formaður hestamannafélagsins Hrings

  • 29. maí 2020
  • Fréttir

Anna Kristín Friðriksdóttir er félagsmaður í Hring hér á hesti sínum Glað frá Grund fyrir nokkrum árum

Aðalfundur hestamannafélagsins Hrings var haldinn í gærkvöldi í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík, þetta kemur fram á heimasíðu hestamannafélagsins.

Kosningar til stjórnar fóru fram og var Lilja Guðnadóttir gerð að formanni,þá gekk Elín María Jónsdóttir inn í aðalstjórn. Fráfarandi formaður Lilja Björk Reynisdóttir  gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarestu og sömu sögu er að segja um Bergþóru Sigtryggsdóttur.

Stjórn Hmf. Hrings
Lilja Guðnadóttir             formaður.
Sævaldur Jens Gunnarsson
Brynhildur Heiða Jónsdóttir
Þorsteinn Hólm Stefánsson
Elín María Jónsdóttir

Þórir Áskelsson                                varamaður
Hjörleifur Sveinbjarnarson          varamaður

Endurskoðendur voru kosnir Skarphéðinn Pétursson og Guðmundur Kristjánsson.

Hestamannafélagið Hringur var stofnað árið 1962 og er félagssvæðið þess á Dalvík og nágrenni.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar