Nýr landsliðsþjálfari U21-landsliðsins í hestaíþróttum

  • 30. desember 2025
  • Fréttir

Sigurbjörn Eiríksson formaður landsliðsnefndar LH og Sigvaldi Lárus Guðmundsson U21 landsliðsþjálfari

Sigvaldi Lárus Guðmundsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U21-landsliðs Íslands í hestaíþróttum

Sigvaldi Lárus Guðmundsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U21-landsliðs Íslands í hestaíþróttum en þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landssambands hestamannafélaga.

„Sigvaldi hefur starfað fyrir LH sl. 7 ár, fyrst sem einn af þjálfurum í Hæfileikamótun og síðar sem yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH við frábæran orðstír fyrir gott utanumhald og eftirfylgni við unga afreksknapa.“

Sigvaldi hefur stundað hestamennsku, tamningar og kennslu frá unga aldri og útskrifaðist með hæstu einkunn frá Háskólanum á Hólum. Hann starfaði sem kennari við Hólaskóla í 2 ár, við kennslu í Reiðmanninum hjá Landbúnaðarháskóla Íslands í 5 ár og hefur komið að æskulýðs- og keppnisstarfi í mörgum hestamannafélögum víðs vegar um landið. Sigvaldi var landsliðsþjálfari Bandaríkjanna á HM í Hollandi 2023 og þjálfari hjá landsliðsknapa í sama liði árið 2025.

„Sigvaldi mun áfram gegna starfi yfirþjálfara Hæfileikamótunar fram til vors en þá mun verða leitað eftir nýjum yfirþjálfara í starfið. Sigvaldi er boðinn velkominn til starfa sem U21 landsliðsþjálfari og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.“

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar