Þýskaland Nýr liðsstjóri hjá þýska landsliðinu

  • 23. desember 2024
  • Fréttir

Frauke Schenzel og Jódís vom Kronshof eru heimsmeistarar í fjórgangi. Mynd: Bert Collet

IPZV-Equipe hafa ráðið nýja liðsstjóra hjá þýska landsliðinu.

Jens Füchtenschnieder er nýr liðsstjóri hjá þýska landsliðinu, samkvæmt heimildum Eyja.net. Samningurinn ætti samkvæmt heimildum að vera undirritaður á þessu ári. Jens er reynslumikill þjálfari, íþrótta- og kynbótadómari og hefur einnig tekið þátt á mörgum Heimsmeistaramótum. Heimsmeistaramótið fer fram í Birmensdorf í Sviss frá 3. ágúst til 10. ágúst en hægt er að kaupa miða á mótið á afslætti til áramóta.

Þjóðverjum unnu til tvenna gullverðlauna á síðasta móti en Frauke Schenzel vann fjórganginn á Jódísi vom Kronshof og Lena Becker vann slaktaumatöltið í ungmennaflokki á Bikari frá Ytra-Vallholti.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar