Nýr þjálfari landsliðs Danmerkur

Frá vinstri: Karen Birgitte Rasmussen, Anton "Toni" Pál Nielsson and Eyvindur Hrannar Gunnarsson.
Anton Páll Níelsson er orðinn landsliðsþjálfari Danmerkur fyrir heimsmeistaramótið í Hollandi í ágúst.
Danska landssambandið gaf út í dag að gerður hafi verið samningur við Anton Pál að hann muni þjálfa landslið Danmerkur fyrir heimsmeistarmótið í Hollandi í ár. Haldið var námskeið í vetur þar sem Anton var að aðstoða dönsku landsliðsknapana og var mikil ánægja með hans störf. Í kjölfarið var farið í að semja við hann um frekari störf fyrir landsliðið.
„Við erum viss um að þetta muni styrkja landsliðið okkar enn frekar. Við erum með mjög sterk pör bæði í fullorðins- og ungmennaflokki. Það verður tekið eftir okkur á heimsmeistaramótinu í Hollandi,“ segir í tilkynningu sambandsins.
Anton mun starfa með landsliðsstjórninni en í henni eru þau Karen B. Rasmussen og Eyvindur Hrannar Gunnarsson.