Nýr þjálfari landsliðs Danmerkur

  • 10. maí 2023
  • Fréttir

Frá vinstri: Karen Birgitte Rasmussen, Anton "Toni" Pál Nielsson and Eyvindur Hrannar Gunnarsson.

"Við erum viss um að þetta muni styrkja landsliðið okkar enn frekar."

Anton Páll Níelsson er orðinn landsliðsþjálfari Danmerkur fyrir heimsmeistaramótið í Hollandi í ágúst.

Danska landssambandið gaf út í dag að gerður hafi verið samningur við Anton Pál að hann muni þjálfa landslið Danmerkur fyrir heimsmeistarmótið í Hollandi í ár. Haldið var námskeið í vetur þar sem Anton var að aðstoða dönsku landsliðsknapana og var mikil ánægja með hans störf. Í kjölfarið var farið í að semja við hann um frekari störf fyrir landsliðið.

„Við erum viss um að þetta muni styrkja landsliðið okkar enn frekar. Við erum með mjög sterk pör bæði í fullorðins- og ungmennaflokki. Það verður tekið eftir okkur á heimsmeistaramótinu í Hollandi,“ segir í tilkynningu sambandsins.

Anton mun starfa með landsliðsstjórninni en í henni eru þau Karen B. Rasmussen og Eyvindur Hrannar Gunnarsson.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar