Landbúnaðarháskóli Íslands Nýr verkefnastjóri Reiðmannsins

  • 9. maí 2025
  • Fréttir
Birna Tryggvadóttir Thorlacius hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra Reiðmannsins hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu Reiðmannsins.

Birna er með reiðkennara- og þjálfaramenntun frá Háskólanum á Hólum og BSc gráðu í Búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún hefur starfað sem reiðkennari bæði innan- og utanlands og starfað hjá hestamannafélögum víðsvegar um landið. Birna hefur komið víða að félagsmálum hestamanna og verið í ýmsum nefndum þeim tengdum. Til að mynda stjórn LH, fagráði í hrossarækt ofl.

Birna hefur mikla og víðtæka reynslu á sviðum hestamennskunnar og starfað innan greinarinnar til fjölda ára. Auk þess að hafa mikla reynslu af bæði keppni og sýningum, hefur hún ræktað hross í fremstu röð kennd við Garðshorn á Þelamörk. Það bú er margverðlaunað fyrir góðan árangur og var til að mynda keppnishestabú ársins 2024.

Birna tekur við af Randi Holaker en hún lauk störfum nú í maí og var hennar síðasta verk að sjá um stórglæsilega útskrift og reiðmannsmót um sl. helgi.

Óhætt er að segja að Reiðmaðurinn hafi vaxið og dafnað undir hennar stjórn undanfarin ár og skilur hún við námið á frábærum stað! Við hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands þökkum Randi fyrir frábært og óeigingjarnt starf og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ kemur jafnframt fram í tilkynningu Reiðmannsins.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar