Nýtt hestakyn á Íslandi?

  • 18. nóvember 2021
  • Fréttir

Kristinn Guðnason segist aldrei hafa kynnst hestum áður, sem hafa ræktað sig sjálfir í tugi ára. Það kemur honum skemmtilega á óvart hvað hestarnir líta vel út og eru gæfir eftir allan þennan tíma. Mynd: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur með skemmtilega frétt á Vísi.is

Magnús Hlynur Hreiðarson birti í gær á visir.is skemmtilega frétt um hross sem hafa verið í einangrun í 60 ár í Skaftárhreppi á bænum Botnum í Meðallandi. Hestarnir hafa aldrei verið teknir á hús, hófar klipptir, tennur ekki raspaðar og þeir hafa ekki fengið ormalyf.

Hrossin, sem er átta talsins, er nú komin í Árbæjarhjáleigu í Holtum til Kristins Guðnasonar og fjölskyldu hans en hestarnir eru allir mjög litlir og er jafnvel talað um nýtt hestakyn í því sambandi. Hestarnir hafa verið í rannsóknum hjá sérfræðingum frá Tilraunastöðinni á Keldum.

Hrossin eru nokkuð skylleikaræktuð sem útskýrir kannski stærðina en frjósemi virðist heldur ekki mikil en í fyrra fæddist eitt folald og ekkert í ár, þó það sé stóðhestur í hópnum.

Hægt er að lesa meira um þessi hross HÉR og horfa á viðtal við Kristinn.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar