Nýtt lag frá Dagmar
Hestamennska og tónlist hefur löngum verið samofið og margir hestamenn verið afbragðs söngfólk. Dagmar Øder Einarsdóttir er ein af þeim sem hefur náð að sameina þetta og hún hefur nú gefið út nýtt lag.
Lagið er á ensku og heitir „When we die“. En Dagmar skrifaði textann og samdi lagið með óttann í huga sem fylgir því að missa einhvern nákominn sér. Segir hún sjálf frá því að ljóðið tengi hún við það þegar hún kvaddi föður sinn Einar Øder þá 17 ára gömul og noti þetta tjáningarform til þess að koma tilfinningum sínum á framfæri.
Lagið má finna á öllum helstu streymisveitum.
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Landsmótið verður í beinni á EiðfaxaTV
„Miðarnir rjúka út“
Fyrsti þáttur af „Dagur í hestamennsku“