Heimsmeistaramót Okkar frábæru reiðkonur stóðu sig vel í slaktaumatölti

  • 6. ágúst 2025
  • Fréttir

Helga Una og Ósk frá Stað Ljósmynd: Henk & Patty

Aðalheiður Anna, Helga Una og Lilja Rún á toppnum

Forkeppni í slaktaumatölti fór fram í morgun á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem íslensku keppendurnir stóðu sig vel og uppskáru allir úrslita sæti.

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum voru fyrst í rásröð af Íslendingunum og áttu frábæra sýningu þar sem það skein af þeim öryggið og mýktin enda einkunnin eftir því 8,17 og eru þau í forystu, ásamt Helgu Unu, fyrir úrslitin. Ein af sigurstranglegri keppendum í þessari grein Jolly Schrenk hætti keppni eftir að hestur hennar, Glæsir, stökk upp þegar þau sýndu frjálsa ferð á tölti.

Aðalheiður Anna og Hulinn. Ljósmynd: Henk & Patty

Næst var komið að Söru Sigurbjörnsdóttir sem átti góða sýningu dómaranir voru þó misánægðir með hana og hlutu þær í meðaleinkunn 7,47  sem dugir henni til b-úrslita þar sem hún er til alls líkleg. Lilja Rún Sigurjónsdóttir var eini fulltrúi Íslands í ungmennaflokki á Arion frá Miklaholti, þau áttu frábæra sýningu og eru í forystu í þeim aldursflokki með 7,50 í einkunn.

Sara og Spuni Ljósmynd: Henk & Patty

Lilja Rún og Arion. Ljósmynd: Henk & Patty

Helga Una Björnsdóttir var síðust íslensku keppendanna á Ósk frá Stað, það skein af þeim öryggið og hlutu þær í meðaleinkunn 8,17 sem þýðir að hún og Aðalheiður Anna leiða keppnina og ríða báðar til A-úrslita á sunnudag.

Tíu efstu í fullorðinsflokki

#. Knapi Hestr Einkunn
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hulinn frá Breiðstöðum 8.17
1 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað 8.17
3 Christina Johansen Nóri fra Vivildgård 7.97
4 Oliver Egli Hákon frá Báreksstöðum 7.87
5 Frauke Schenzel Óðinn vom Habichtswald 7.80
6 Lisa Staubli Viðja frá Feti 7.63
7 Martin Rønnestad Kóngur vom Kranichtal 7.50
8 Sara Sigurbjörnsdóttir Spuni vom Heesberg 7.47
9 Anna Sager Kveikur frá Hrísdal 7.43
10 Christina Lund Lukku-Blesi frá Selfossi 7.40

Tíu efstu í ungmennaflokki

# Knapi Hestur Einkunn
1 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Arion frá Miklholti 7.50
2 Leni Köster Rögnir frá Hvoli 6.90
2 Dromelot van Helvoort Glymjandi frá Íbishóli 6.90
4 Finja Polenz Nótt vom Kronshof 6.87
5 Palma Sandlau Jacobsen Búi frá Húsavík 6.73
6 Viviana Jäger Vala fra Vesterhald 6.70
7 Eyvar Albrecht Randalín frá Efri-Rauðalæk 6.63
8 Lilly Björsell Börkur fra Kleiva 6.53
9 Clara Pann Gjóla vom Schloßberg 6.50
10 Lorraine Essl Forni frá Flagbjarnarholti 6.47

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar