„Okkur mun ekki leiðast fram að heimsmeistaramótinu“

Thomas Huwiler, staðarhaldari og sá sem bar ábyrgð á uppbyggingu staðarins og Roman Spieler, framkvæmdastjóri HM.
Það er vika í heimsmeistaramótið í Sviss hefjist og undirbúningur er vel á veg komin.
„Við erum mjög ánægð með undirbúninginn, allt er á áætlun hingað til. Við erum þakklát fyrir alla sjálfboðaliðana og einnig meðlimi úr sveitum svissneska hersins sem eru þegar byrjaðir að vinna á svæðinu. Áhorfendapallar hafa verið reistir, hesthúsin og öll tjöldin eru komin upp og bjórsölur og salerni eru þegar á sínum stað. Auðvitað er enn mikið af smáatriðum sem þarf að sinna. Það má segja með vissu: okkur mun ekki leiðast fram að heimsmeistaramótinu,“ segir Roman Spieler framkvæmdastjóri mótsins.
Samkvæmt Roman lofar veðurspáin góðu en hann segir sólskin, þurrk og hiti á milli 23 og 27 gráður sé í kortunum.
„Tölfræðilega fáum við um 10 rigningardaga í þessum mánuði, en eins og staðan er í dag virðist sem þeir láti bíða eftir sér fram yfir fyrstu vikuna.“
Enn eru miðar í boði en hingað til hafa flestir miðar verið seldir innan Sviss (36%), en Þýskaland fylgir fast á eftir (34%).
„Við erum mjög stolt af því að sjá Ísland í þriðja sæti yfir þau lönd sem gestir koma frá (12%). Miðasalan er jákvæð, en auðvitað eru enn nokkrir miðar í boði fyrir gesti sem ákveða að mæta á síðustu stundu. Við hlökkum til að taka á móti öllum í næstu viku sem verður full af íslenskum gæðingum, skemmtun og lifandi tónlist hér í sólríku Sviss.“