Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Olil vann gæðingalistina

  • 23. mars 2023
  • Fréttir

Ljósmynd: Kristín Heimisdóttir

Niðurstöður frá gæðingalistinni í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum

Olil Amble vann gæðingalistina í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum. Það var greinilegt að áhorfendur voru ánægðir að fá Olil aftur í braut í deildinni og hafði þulur orð á því að hún hefði saknað hennar. Olil er engin nýgræðingur í greininni og Glampi ekki heldur, frábær sýning þar riðnar voru gagntegundir til afkasta í bland við krefjandi æfingar. Hún keppti sem villiköttur fyrir lið Hjarðartúns.

Margar frábærar sýningar voru í úrslitum. Jakob Svavar Sigurðsson reið sig upp í annað sæti eftir að hafa komið inn í fjórða til sjötta sæti. Hann var á Skarp frá Kýrholti og hlutu þeir 8,30 í einkunn. Til gamans má geta að í gærkvöldi vann Jakob gæðingalistina í Vesturlandsdeildinni, þá á Hrefnu frá Fákshólum. Þriðja varð Fredrica Fagerlund á Stormi frá Yztafelli og keppti hún sem villiköttur fyrir lið Hestvits/Árbakka.

Lið Hjarðartúns var stigahæst en þau Olil og Jakob kepptu fyrir liðið ásamt Helgu Unu sem átti góða sýningu á Bylgju frá Barkarstöðum. Með því náði liðið að skjóta sér upp í þriðja sæti í liðakeppninni með 173.5 stig. Fyrir ofan þau eru lið Ganghesta/Margrétarhofs í efsta sæti með 200,5 stig og annað er lið Auðsholtshjáleigu með 186 stig

Aðalheiður Anna leiðir enn einstaklingskeppnina með 31 stig, önnur er Sara Sigurbjörnsdóttir með 24 stig og þriðji er Ásmundur Ernir Snorrason með 15 stig.

Hér fyrir neðan eru heildarniðurstöður ásamt stöðu í liða- og einstaklingskeppni

Niðurstöður – A úrslit – Gæðingalist

1. Olil Amble Glampi frá Ketilsstöðum Hjarðartún 8,50
2. Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti Hjarðartún 8,30
3. Fredrica Fagerlund Stromur frá Yztafelli Hestvit/Árbakki 8,20
4. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðsstöðum Ganghestar/Margrétarhof 8,10
5. Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Ganghestar/Margrétarhof 7,97
6. Sara Sigurbjörnsdóttir Flóki frá Oddhóli Auðsholtshjáleiga 7,87

Niðurstöður – Forkeppni 

1. Olil Amble Hjarðartún Glampi frá Ketilsstöðum – 8.60
2. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Ganghestar / Margrétarhof Flóvent frá Breiðstöðum – 8.23
3. Ragnhildur Haraldsdóttir Ganghestar / Margrétarhof Úlfur frá Mosfellsbæ – 8.00
4.-6. Sara Sigurbjörnsdóttir Auðsholtshjáleiga / Horseexport Flóki frá Oddhóli – 7.90
4.-6.  Fredrica Fagerlund Árbakki/Hestvit Stormur frá Yrztafelli – 7.90
4.-6. Jakob Svavar Sigurðsson Hjarðartún Skarpur frá Kýrholti – 7.90
7. Gísli Gíslason Þjóðólfshagi/Sumarliðabær Trymbill frá Stóra-Ási – 7.53
8. Viðar Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Eldur frá Mið-Fossum – 7.37
9. Ásmundur Ernir Snorrason Auðsholtshjáleiga / Horseexport Ás frá Strandarhöfði – 7.30
10. Teitur Árnason Top Reiter Auðlind frá Þjórsárbakka – 7.17
11. Helga Una Björnsdóttir Hjarðartún Bylgja frá Barkarstöðum – 7.10
12. Hákon Dan Ólafsson Hrímnir / Hest.is Halldóra frá Hólaborg – 7.07
13. Gústaf Ásgeir Hinriksson Árbakki/Hestvit Sigur frá Laugarbökkum – 6.93
14. Þorgeir Ólafsson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Fjöður frá Hrísakoti – 6.93
15. Mette Mannseth Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Kalsi frá Þúfum – 6.90
16. Glódís Rún Sigurðardóttir Ganghestar / Margrétarhof Breki frá Austurási – 6.83
17. Eyrún Ýr Pálsdóttir Top Reiter Hylur frá Flagbjarnarholti – 6.80
18. Jóhanna Margrét Snorradóttir Árbakki/Hestvit Kormákur frá Kvistum – 6.80
19. Fredrica Fagerlund Árbakki/Hestvit Stormur frá Yrztafelli – 7.90
20. Ólafur Andri Guðmundsson Austurkot / Storm Rider Dröfn frá Feti – 6.70
21. Flosi Ólafsson Hrímnir / Hest.is Steinar frá Stíghúsi – 6.53
22. Signý Sól Snorradóttir Auðsholtshjáleiga / Horseexport Rafn frá Melabergi – 6.30
23. Kristófer Darri Sigurðsson Austurkot / Storm Rider Ófeigur frá Þingnesi – 6.27
24. Matthías Kjartansson Austurkot / Storm Rider Aron frá Þóreyjarnúpi – 6.13

Staðan í liðakeppni

Gagnhestar/Margrétarhof 200.5
Auðsholtshjáleiga 186
Hjarðartún 173.5
Hestvit/Árbakki 158
Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 143
Top Reiter 139
Hrímnir/Hest.is 119
Storm Rider/Austurkot 81

Staðan í einstaklingskeppni – efstu 10

Aðalheiður Anna 31 stig
Sara Sigurbjörns 24 stig
Ásmundur Ernir 15 stig
Glódís Rún 14 stig
Þorgeir Ólafsson 13 stig
Ragnhildur Haralds 13 stig
Jakob Svavar 12.5 stig
Signý Sól 10 stig
Teitur Árnason 9.5 stig
Viðar Ingólfsson 8 stig

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar