Opið fyrir skráningar í reiðmanninn

  • 16. maí 2021
  • Fréttir
Við höfum opnað fyrir skráningar í Reiðmanninn I og kynnum spennandi breytingar á náminu.
Reiðmaðurinn er nám í hestamennsku á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) ætlað fróðleiksfúsum og áhugasömum hestamönnum sem vilja þróa kunnáttu sína og getu í reiðmennsku og ýmsu tengdu hestamennskunni. Reiðmaðurinn er nú á sínu 13. starfsári og hópur þeirra sem sótt hafa námið stækkar með hverju árinu. Við höfum ætíð leitast til þess að eiga samstarf við reiðkennara af hæsta gæðaflokki við kennslu í Reiðmanninum og erum mjög stolt af hópnum sem starfar hjá okkur um þessar mundir. Í hópnum eru afreksknapar og reiðkennarar með mikla reynslu og þekkingu á sviði hestamennskunnar.
Við höfum nú opna fyrir umsóknir í Reiðmanninn I og er óhætt að segja að það séu spennandi tímar framundan hjá okkur. Frá og með haustinu 2021 verða skipulagsbreytingar á náminu og helsta breytingin sú að nú er náminu skipti niður á þrjú ár, eða í Reiðmanninn I, II og III. Nemendur sækja því um og skrá sig á eitt ár í einu og þeir sem hafa lokið Reiðmanninum I geta haustið 2022 sótt um nám í Reiðmanninum II. Reiðmaðurinn I og II er svo líkt og áður undanfari Reiðmannsins III.
Reiðmaðurinn I verður á fimm stöðum á landinu að því gefnu að næg þátttaka náist: Akranesi, Akureyri, Hvammstanga, Kópavogi og Selfossi. Nánari upplýsingar og skráning er á vef Endurmenntunar LBHÍ, https://endurmenntun.lbhi.is/reidmadurinn/. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á umsjónarmann Reiðmannsins Hinrik Þór Sigurðsson, hinrik@lbhi.is.
Opið fyrir umsóknir til og með 15. júní nk.
Reiðmaðurinn
ENDURMENNTUN.LBHI.IS
Reiðmaðurinn
Visit the post for more.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<