Opið fyrir umsóknir 2022 – 2023

  • 19. september 2022
  • Fréttir
Meistaradeild Líflands og æskunnar

Meistaradeild Líflands og æskunnar verður haldin í sjöunda sinn veturinn 2023. Þátttakendur eru unglingar á aldrinum 13-17 ára (fæðingarár 2006-2010).

Áhugasamir knapar eru hvattir til að sækja um og skila inn keppnisárangri ársins 2022. Allir sækja um sem einstaklingar en þátttakendur velja sig sjálfir saman í lið.

Hvert lið skipar fjóra knapa og keppa þeir allir í öllum keppnisgreinum og reynir það nokkuð á hestakost og er töluverð skuldbinding. Þrír efstu liðsmennirnir telja til stiga í hverri grein, nema á síðasta mótinu, þar telja stig allra knapa.

Keppt verður í: fjórgangi V1, fimmgangi F1, tölti T1, gæðingafimi, slaktaumatölti T2 og gæðingaskeiði PP1.

Umsóknareyðublað má finna HÉR og skal umsækjandi hlaða því niður/vista á sinni tölvu, fylla það út og senda inn. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2022 og skal senda umsóknir á netfangið: jonadisbraga@gmail.com

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar