Opið hús á Varmalandi

  • 25. september 2023
  • Fréttir
Opið hús á Varmalandi föstudaginn fyrir Laufskálarétt

Líkt og venja hefur skapast verður opið hús á Varmalandi föstudaginn fyrir Laufskálarétt 29.september kl.13-17 og er það fimmtánda árið!

„Það verður ýmislegt í að líta, folalda- og tryppasýningar, vatnsbrettaþjálfun og söluhross af öllum gerðum. Léttar veitingar að hætti Birnu og öl. Allir hjartanlega velkomnir,“ segir í tilkynningu frá gestgjöfum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar