Opið þrígangsmót í Samskipahöllinni

  • 19. febrúar 2020
  • Fréttir

Hestamannafélagið Sprettur heldur opið þrígangsmót í Samskipahöllinni í Spretti föstudaginn 28. febrúar 2020.

Skráning er hafin og stendur til miðnættis sunnudaginn 23. febrúar. Skráning fer fram inná sportfengur.com.

Boðið verður uppá keppni í fjórum flokkum:
17 ára og yngri
Minna vanir
Meira vanir
Opinn flokkur

í sportfeng er skráð í flokkana á eftirfarandi hátt:
17 ára og yngri – opinn flokkur 3.flokkur
Minna vanir – opinn flokkur 2.flokkur
Meira vanir – opinn flokkur 1.flokkur
Opinn flokkur – opinn flokkur
Opinn flokkur – F2 fimmgangur

Sýna á fegurðartölt, brokk og stökk.
Einnig verður boðið uppá „5 gangs“ þrígang, þar sem sýnt er tölt, brokk og skeið.
Það komast 6 í úrslit í hverjum flokki.
Mótið byrjar í fyrsta lagi kl. 17 en endanleg dagskrá og tímasetnignar liggja fyrir að lokinni skráningu.

Skráningargjaldið er 3500 kr. á hest.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar