Opið WR Íþróttamót Geysis
Opið WR Íþróttamót Geysis fer fram 9. – 12. maí á Rangárbökkum og er gríðarleg tilhlökkun í loftinu fyrir fyrsta utanhús móti ársins á Rangárbökkum enda dagskrá sumarsins þétt.
Verið er að vinna í vellinu eftir veturinn og lítur hann vel út. Mótið er opið og leggjum við upp með að bjóða uppá sem flesta flokka en komi til þess að ekki náist viðunandi fjöldi í flokka verða þeir felldir niður eða sameinaðir öðrum eftir atvikum.
Fyrirspurnir vegna mótsins sendist á skraninggeysir@gmail.com Nokkur atriði sem keppendur skulu hafa í huga: – Nái skráningar ekki 20 í flokki eru eingöngu riðin A-úrslit. – Nái skráningar ekki viðunandi fjölda fellur flokkur niður eða verður sameinaður öðrum eftir atvikum. – Keppendur eru ábyrgir fyrir skráningu sinni. – Mótið er World Ranking mót og mikilvægt að keppendur hafi kynnt sér nýjustu útgáfu af keppnisreglum. Sjá nánar á vef LH og FEIF.
Skráningargjöld eru eftirfarandi: – 8.500 kr – fullorðinsflokkar og ungmennaflokkur. – 5.000 kr – barna- og unglingaflokkur – 5.000 kr – 150m, 250m og 100m flugskeið – 1.500 kr – pollaflokkur Greinar og flokkar sem verða í boði í ár má finna inni á HorseDay appinu.
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og verður opið fyrir til 5. maí kl. 23:59.