Opin fundur um keppnishald

  • 7. júlí 2020
  • Fréttir

Knapar og áhugamenn um keppni í hestaíþróttum

Landsþing Lh verður haldið í haust og tillögur frá hestamannafélögum varðandi keppnisreglur þarf að skila til skrifstofu LH fyrir 16.júlí.

Ef þið kæru knapar og áhugamenn um keppni í hestaíþróttum hafið einhverjar hugmyndir um hvernig bæta megi keppnishald í hestaíþróttakeppni og gæðingakeppni þá endilega mætið á opinn fund hjá Geysir í Rangárhöllinni á fimmtudagskvöldið 9.júlí kl 20:00. Þar getum við grasrótin tekið umræðu á öllum þeim atriðum sem eru góð og þau atriði sem betur mætti fara og sent inn tillögur ef þarf.

Stjórn Geysis

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<