Opin WR Gæðingaveisla Sörla 2020 

  • 13. ágúst 2020
  • Fréttir

WR Gæðingaveisla Sörla verður haldin dagana 26 – 29 ágúst á Hraunhamarsvellinum.
Skráninga er hafin á https://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add og stendur til 22 ágúst nk. 

Keppt verður í A og B-flokki Opinn flokkur, A og B-flokkáhugamanna, A og B-flokk ungmenna, unglingaflokki og barnaflokki.
Að auki verður keppt í 100m skeiði.

Við ætlum einnig að bjóða upp á Gæðingatölt. Dæmt er hægt tölt og fegurðartölt ásamt því að gefnar eru einkunnir fyrir vilja og fegurð í reið. Til að ská sig í þessa grein þá skal skrá í T1 í sportfeng.com
Gæðingatölt Meistarar (T1 opin flokkur)
Gæðingatölt Áhugamenn  (T1 2 flokkur)
Gæðingatölt 21 árog yngri (T1 ungmennaflokkur)

Skráningargjald:
Börnunglingar og ungmenni: 3500 kr
Opinn flokkur: 4500 kr
Áhugamannaflokkur: 4500 kr
Skeið: 4500 kr 

-ATH – Sé greitt með millifærslu þarf kvittun að berast á  motanefnd@sorli.is til að skráning sé tekin gild.  

 

 Sé skráð eftir að skráningafresti lýkur er tvöfalt skráningagjald en ekki verður bætt við eftir að  ráslistar verða gefnir út.  

Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki er næg þáttaka. 

Á facebook má finna event fyrir mótið https://www.facebook.com/events/737237273515492/   eða með því að finna „ WR Gæðingaveisla Sörla 2020 ( opið mót)“ þar sem allar upplýsingar munu koma fram.  

Að sjálfsögðu munum við fylgja og fara eftir öllum reglum sóttvarnarlæknis.

 Að auki mun Alendis streyma frá öllu mótinu.  

 Allar fyrirspurnir og afskráningar skulu fara í gegnum motanefnd@sorli.is

Mótanefnd Sörla  

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<