Opnunaratriði Stóðhestaveislunnar

  • 11. apríl 2022
  • Fréttir
Tenór frá Litlu-Sandvík, Rökkvi frá Rauðalæk og Hrókur frá Sunnuhvoli

Opnunaratriði Stóðhestaveislunnar var ekki af verri endanum en það voru þær Védís Huld Sigurðardóttir, Sigrún Högna Tómasdóttir og Glódís Rún Sigurðardóttir sem riðu á vaðið

Védís Huld sat Tenór frá Litlu-Sandvík undan Eldjárni frá Tjaldhólum og Glódísi frá Litlu-Sandvík. Stóðhestur með 8,41 fyrir sköpulag og 8,30 fyrir hæfileika, 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk og fegurð í reið.

Sigrún var á Rökkva frá Rauðalæk sem er undan Karítas frá Kommu og Hrímni frá Ósi. Rökkvi er með 8,32 í aðaleinkunn, fyrir hæfileika hefur hann hlotið 8,23 og fyrir sköpulag 8,44.

Glódís Rún sat Hrók frá Sunnuhvoldi en hann er undan Hrannari frá Flugumýri II og Urði frá Sunnuhvoli. Hrókur er ósýndur.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar