Örfáir dagar í uppskeruhátið LH
Nú styttist heldur betur í uppskeruhátíðina. Miðasala hefur gegnið vel en þó eru enn óseldir miðar og fer hver að verða síðastur að tryggja sig inn á hátíðina. Hátíðin fer fram í glæsilegum sal hjá Gamla Bíó – Ingólfsstræti.
Húsið opnar kl 18:00 og borðhald hefst kl 19:00 í framhaldi af því verða verðlaunahafar kynntir. Veislustjórar kvöldsins verða Jógvan Hansen og Friðrik Ómar en Hulda Geirs og Hjörvar munu kynna verðalaunahafa kvöldsins. Sigga Beinteins mun koma okkur í gírinn og Dj sjá til þess að skemmtunin endist vel fram á kvöldið. Von er á feiknar skemmtun, glens, gleði, söng og dansi sem enginn hestamaður vill láta framhjá sér fara.
Við minnum á að borðapantanir og tilkynningar um fæðuóþol skal berast til joninasif@lhhestar.is
Hér er er hægt að kaupa miða: Uppskeruhátíð | Landssamband hestamannafélaga (lhhestar.is)