Óskastund efst í flokki fimm vetra gamalla hryssa

Óskastund og Árni Björn Pálsson. Ljósmynd: Henk & Patty
Yfirliti í flokki fimm vetra gamalla hryssa lauk nú rétt í þessu en alls voru hryssurnar sem sýndar voru í þeim flokki sex talsins. Frá og með síðasta heimsmeistaramóti eru hrossin eingöngu dæmd í hæfileikum og fylgir þeim sá sköpulagsdómur sem þau hlutu í hæsta dómi á vorsýningum líkt og þekkist á stórmótum heima á Íslandi.
Efst í flokknum með miklum yfirburðum er Óskastund frá Steinnesi sýnd af Árna Birni Pálssyni. Hún er ræktuð af Magnúsi Jósefssyni undan Adrían frá Garðshorni á Þelamörk og Óskadís frá Steinnesi. Eigandi hennar nú er Anja Egger-Meier og Kronshof Gbr. Fyrir sköpulag hlaut hún 8,29 og hlýtur nú fyrir hæfileika 8,55 þar sem hæst ber einkunnin 9,5 fyrir skeið. Einkunnina 9,0 hlaut hún fyrir tölt og samstarfvilja og í aðaleinkunn 8,46.
Lokastaða í fimm vetra flokki hryssa
Land | Hross | Sýnandi | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn |
Ísland | Óskastund frá Steinnesi | Árni Björn Pálsson | 8,29 | 8,55 | 8,46 |
Þýskaland | Táta vom Kronshof | Frauke Schenzel | 8,21 | 8,35 | 8,31 |
Danmörk | Spá fra Søgård | Þórður Þorgeirsson | 8,16 | 8,22 | 8,20 |
Svíþjóð | Alda från Sundabakka | Sebastian Benje | 8,19 | 7,92 | 8,02 |
Austurríki | Þökk von der Tannebene | Hákon Dan Ólafsson | 8,06 | 7,85 | 7,93 |
Sviss | Villimey von Wallenschwil 2 | Fruci Livio | 7,77 | 7,78 | 7,78 |