„Óvenjulegur hestur“

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum voru á meðal fyrstu hesta þegar keppni í slaktaumatölti hófst í morgun. Þau áttu frábæra sýningu saman og uppskáru 8,17 í einkunn.
Aðalheiður var kampakát þegar hún hitti á blaðamenn Eiðfaxa strax að lokinni sýningu og var stolt af sýningunni og ánægð með stuðninginn úr stúkunni.
Viðtalið má horfa á í spilaranum hér að neðan.