Pála með yfir 9,00 fyrir hæfileika

Mynd: aðsend
Önnur sýningin er í Romme og hin á Margretehof. 40 hross eru skráð, af 70 lausum plássum, í Romme en sýningin á Margretehof er full með 70 hross skráð.
Hin átta vetra Pála vom Kronshof fór yfir 9,00 fyrir hæfileika í gær þegar hún var sýnd af Frauke Schenzel. Hlaut hún fyrir sköpulag 8,39 og fyrir hæfileika 9,06 sem gerir í aðaleinkunn 8,83. Pála hlaut m.a. 9,5 fyrir tölt, hægt tölt, samstarfsvilja og fegurð í reið.
Pála er undan Óðni vom Habichtswald og Jódísi vom Kronshof. Það muna kannski einhverjir eftir þeim mæðgum frá síðasta heimsmeistaramóti en þar var Pála önnur í flokki sex vetra hryssna með 8,59 í einkunn og móðir hennar Jódís varð heimsmeistari í fjórgangi með knapa sínum, Frauke Schenzel.
Önnur á sýningunni er Olga frá Lækjamóti II með 8,71 í aðaleinkunn, fyrir sköpulag hlaut hún 8,84 og fyrir hæfileika 8,63. Olga var seld út nú í haust en hún var önnur í flokki sex vetra hryssna á Landsmóti s.l. sumar með 8,50 í aðaleinkunn. Sýnandi var Árni Björn Pálsson.
Anja Egger-Meier og Kronshof GbR eiga bæði Pálu og Olgu en Mark Tillmann á einnig fjórðung í Olgu.
Yfirlit verður á morgun, miðvikudag, 21. maí.
DE2017234955 Pála vom Kronshof
Örmerki: 276020000537317
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Kronshof GbR
Eigandi: Anja Egger-Meier, Kronshof GbR
F.: DE2010163007 Óðinn vom Habichtswald
Ff.: IS2003181966 Fannar frá Kvistum
Fm.: DE2006263688 Óskadís vom Habichtswald
M.: DE2011234069 Jódís vom Kronshof
Mf.: DK2004103659 Viktor fra Diisa
Mm.: DE1997209444 Næpa vom Kronshof
Mál (cm): 144 – 132 – 139 – 64 – 144 – 36 – 45 – 41 – 6,1 – 27,5 – 17,5
Hófa mál: V.fr.: 8,7 – V.a.: 7,7
Sköpulag: 8,5 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 8,0 – 7,5 – 8,5 – 8,5 = 8,39
Hæfileikar: 9,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 – 9,0 – 9,5 – 9,5 – 8,0 = 9,06
Hægt tölt: 9,5
Aðaleinkunn: 8,83
Hæfileikar án skeiðs: 9,16
Aðaleinkunn án skeiðs: 8,89
Sýnandi: Frauke Schenzel
Þjálfari: