Fjórðungsmót Vesturlands Páll og Vísir báru sigur úr býtum

  • 6. júlí 2025
  • Fréttir
Í gærkvöldi fóru fram A úrslit í tölti á Fjórðungsmóti Vesturlands

Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagðarhóli unnu með 8,28 í einkunn. Jakob Svavar Sigurðsson á Hrefnu frá Fákshólum varð annar með 8,17 og Jóhanna Margrét Snorradóttir í því þriðja á Orra frá Sámsstöðum með sömu einkunn.

Á undan A úrslitunum í T1 voru riðin úrslit í T3 og þar var það Halldór Anna Ómarsdóttir á Öfga frá Káratanga sem vann með 6,94 í einkunn og Elísabet Líf Sigvaldadóttir vann T3 U17 á Fenri frá Kvistum með 6,56 í einkunn.

Tölt T1 – Meistaraflokkur – A úrslit

1. Páll Bragi Hólmarsson – Vísir frá Kagaðarhóli – 8.28 – Sleipnir
2. Jakob Svavar Sigurðsson – Hrefna frá Fákshólum – 8.17 – Dreyri
3. Jóhanna Margrét Snorradóttir – Orri frá Sámsstöðum – 8.17 – Máni
4. Ívar Örn Guðjónsson – Dofri frá Sauðárkróki – 7.56 – Sleipnir
5. Ragnhildur Haraldsdóttir – Úlfur frá Mosfellsbæ – 5.28 – Sleipnir
6. Arnhildur Helgadóttir – Vala frá Hjarðartúni – 4.94 – Geysir

Tölt T3 – Fullorðinsflokkur – A úrslit
1. Halldóra Anna Ómarsdóttir – Öfgi frá Káratanga – 6.94 – Geysir
2. Ingimar Baldvinsson – Svarta Perla frá Álfhólum – 6.89 – Sleipnir
3. Haukur Bjarnason – Kapteinn frá Skáney – 6.83 – Borgfirðingur
4. Rúnar Freyr Rúnarsson – Styrkur frá Stokkhólma – 6.83 – Sprettur – 6.83
5. Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson – Fortíð frá Ketilsstöðum – 6.50 – Þytur
6. Svandís Lilja Stefánsdóttir – Jaki frá Skipanesi – 6.44 – Dreyri

Tölt T3 – Unglingaflokkur – A úrslit
1. Elísabet Líf Sigvaldadóttir – Fenrir frá Kvistum – 6.56 – Geysir
2. Kristín Eir Hauksdóttir Holaker – Þokki frá Skáney – 6.44 – Borgfirðingur
3. Kristján Fjeldsted – Kolbrá frá Grímarsstöðum – 6.17 – Borgfirðingur
4. Greta Berglind Jakobsdóttir – Hágangur frá Miðfelli 2 – 6.17 – Skagfirðingur
5. Anna Lilja Hákonardóttir – Melrós frá Aðalbóli 1 – 5.78 – Léttir
6. Lucija Casar – Lokkadís frá Mosfellsbæ – 5.56 – Hörður

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar