Proground® reiðhallargólf skoðað
Að Sumarliðabæ í Ásahreppi hefur verið mikil uppbygging á undanförnum árum og þar hefur verið lögð mikil vinna í að skapa sem bestu aðstæður fyrir bæði hesta og menn. Eiðfaxi hafði haft spurnir af því að reiðhöllin væri sérlega glæsileg, hún væri björt og laus við rykið sem yfirleitt er í höllunum, sem hefur mikil áhrif bæði á hesta og knapa. Þar er auk þess öðruvísi efni í gólfinu en í öðrum reiðhöllum. Það er svokallað Proground® gólf hannað af Walter Heim hjá Ecora í þýskalandi.
Fyrst voru settar Ecoraster S-50 grindur sem eru framleiddar með endurvinnslu á plasti en þær gefa mýkt og fjöðrun. Grindurnar voru fylltar með vikri, ofan á þær kemur sérstakur kvarts sandur sem hafði fengið sérstaka meðhöndlun og í hann var blandað Protex® flísefni. Þetta var gert í samstarfi við VER lausnir ehf sem er samstarfsaðilli Ecora en að sögn Magnúsar H Sólmundssonar þá þarf gott gólf að hafa; gott grip og vera alltaf eins, óháð álagi. Gólfið þarf að þola mikið álag af mikilli notkun án þess að efnið í gólfinu breytist. Vera fjaðrandi en ekki sleipt. Það þarf að henta fyrir allar gerðir af reiðmennsku. Síðast en ekki síst er það hannað með heilsu knapa og hesta að leiðarljósi.
Í reiðhöllinni á Sumarliðabæ er líka vökvunarkerfi sem er á tímastillingu auk þess sem hægt er að ráða hversu mikið á að vökva og eins hægt að velja að vökva bara ákveðin svæði. Einnig er hægt er að stilla stífleikann í gólfinu með því. Kerfið er fá Buchholz í Þýskaland.
Núna þegar höllin hefur verið í notkun í tæp þrjú ár þá lék okkur forvitni á að skoða þetta nánar og fórum því að Sumarliðabæ þar sem við tókum Ólaf Brynjar Ásgeirsson, bústjóra tali.