Ráðstefnan Hrossaræktin 2024 um helgina
 
									  
																	Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs fer fram í félagsheimili Fáks í Víðidal laugardaginn 12. október og byrjar klukkan 13:00. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er hvatt til að mæta. Á dagskrá eru: afar áhugaverður fyrirlestur um mögulegar nýjungar í kynbótamati í hrossarækt, yfirferð yfir hrossaræktarárið og verðlaunaveitingar.
Dagskrá hrossaræktarráðstefnunnar er eftirfarandi:
Laugardagur 12. október 2024
- 13:00 Setning – Nanna Jónsdóttir formaður fagráðs og deildar hrossabænda hjá Bændasamtökum Íslands
- 13:10 Hrossaræktarárið 2024 – Þorvaldur Kristjánsson
- 13:30 Heiðursverðlaunahryssur fyrir afkvæmi 2024
- 13:45 Verðlaunaveitingar:
- Verðlaun, hæsta litförótta hryssa ársins í kynbótadómi
- Verðlaun, knapi með hæstu hæfileikaeinkunn ársins (án áverka)
- Verðlaun, hæsta aðaleinkunn ársins – Klárhross (aldursleiðrétt)
- Verðlaun, hæsta aðaleinkunn ársins – Alhliða hross (aldursleiðrétt)
 
- 14:15 Þorvaldur Árnason – Hvernig er best að nýta keppnisdóma í kynbótamatinu? Spennandi möguleiki sem áhugavert er að kynna sér og ræða!
- 14:30 Umræður í framhaldi af erindum og fyrirspurnir úr sal
- 15:30 Viðurkenningar fyrir tilnefnd ræktunarbú ársins 2024
- Fundarslit um 16:15
 
																							 
                 
             
                 
             Minningarorð um Ragnar Tómasson
                            	
                                                Minningarorð um Ragnar Tómasson                     
                 
             
                 
             
                 
             
                 
             
										 
                        
                 Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
                                        	
                                                                     
                                Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin                             
                        
                