Allur listinn af ræktunarbúum ársins
Eins og mörgum er í fersku minni tilnefndi Fagráð í hrossarækt alls 12 ræktunarbú til sérstakrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi ræktunarárangur á árinu 2024. Heiðursviðurkenninguna ræktunarbú ársins 2024 hlutu Jón Árnason, Sigurveig Stefánsdóttir og fjölskylda á uppskeruhátíð hestamanna þann 15. október síðastliðinn en þau kenna hross sín við Skipaskaga.
Mikill fjöldi búa náði afgerandi góðum árangri á sýningaárinu 2024. Til að afmarka val ræktunarbúa eru fyrst tilgreind öll hrossaræktarbú sem sýnt hafa fjögur eða fleiri hross í fullnaðardómi á árinu. Að auki verða minnst tvö að hafa náð aðaleinkunn 8,00 eða hærra. Þá eru einkunnir leiðréttar eftir aldri og kyni líkt og gert er við kynbótamatsútreikninga. Þetta gerir allar einkunnir samanburðarhæfar áður en búunum er svo raðað upp eftir leiðréttum einkunnum og fjölda sýndra hrossa. Búin sem komast í pottinn verða að ná fjórum hrossum að lágmarki með 8,00 í aðaleinkunn eftir leiðréttingu sem er þá önnur sía á gögnin. Eingöngu er horft til hrossa sem ná 8,00 í aðaleinkunn eftir leiðréttingu og miðast fjöldi sýndra hrossa frá hverju búi við þau hross. Þá reiknast afkvæmaverðlaunahross (stóðhestar og hryssur) til stiga fyrir sína ræktendur samkvæmt föstum reglum þar um.
Í meðfylgjandi töflu eru öll búin, 57 að tölu, sem uppfylltu fyrrnefndar lágmarkskröfur árið 2024. Dálkarnir sýna meðaltal leiðréttrar aðaleinkunnar og fjölda sýndra hrossa sem ná 8,00 í aðaleinkunn eftir leiðréttingu (en afkvæmahross bæta við fjöldann). Þá er sérstaklega tilgreint í síðasta dálknum ef afkvæmahross leggja til stiga og auka á fjölda hrossa fyrir búið á árinu. Efst í töflunni eru þau tólf bú sem tilnefnd voru til viðurkenningarinnar í ár í þeim sætum sem útreiknuð stig raðaði þeim í en þar fyrir neðan eru búin sem komu auk þeirra til greina í ár í stafrófsröð.
Tafla
Ræktunarbú | Mt. A.eink | Fjöldi | Sæti | ||
Skipaskagi | Jón Árnason, Sigurveig Stefánsdóttir og fjölskylda | 8.46 | 13 | 1 | Afkv |
Sumarliðabær 2 | Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir | 8.54 | 7 | 2 | |
Ketilsstaðir / S-Gegnishólar | Bergur Jónsson og Olil Amble | 8.42 | 22 | 3 – 5 | Afkv |
Auðsholtshjáleiga | Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og fjölskylda | 8.44 | 10 | 3 – 5 | Afkv |
Hjarðartún | Óskar Eyjólfsson, Bjarni Elvar Pétursson og Kristín Heimisdóttir | 8.46 | 8 | 3 – 5 | Afkv |
Fet | Karl Wernersson, Ólafur Andri Guðmundsson og Bylgja Gauksdóttir | 8.43 | 10 | 6 – 7 | Afkv |
Garðshorn, Þelamörk | Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius | 8.53 | 6 | 6 – 7 | Afkv |
Leirulækur | Guðrún Sigurðardóttir og Sigurbjörn Jóhann Garðarson | 8.46 | 6 | 8 | Afkv |
Margrétarhof | Aðalheiður A. Guðjóndóttir, Reynir Örn Pálmason og Montan fjölskyldan | 8.38 | 10 | 9 – 12 | |
Þúfur | Mette Mannseth og Gísli Gíslason | 8.39 | 8 | 9 – 12 | |
Efri-Fitjar | Gréta B. Karlsd., Gunnar Þorgeirss., Jóhannes G. Gunnarss. og Tryggvi Björnss. | 8.44 | 4 | 9 – 12 | |
Grund II | Örn Stefánsson | 8.44 | 4 | 9 – 12 | |
Austurás | Haukur Baldvinsson, Ragnhildur Loftsdóttir og fjölskylda | 8.38 | 7 | ||
Álfhólar | Sara Ástþórsdóttir, Rósa Valdimarsdóttir, Hrefna M. Ómarsd. og fjölsk. | 8.30 | 12 | Afkv | |
Berg | Anna Dóra Markúsdóttir, Jón Bjarni Þorvarðarson og fjölsk. | 8.35 | 4 | ||
Bessastaðir | Jóhann Birgir Magnússon og Guðný Helga Björnsdóttir | 8.24 | 4 | ||
Brautarholt | Björn Kristjánsson og Snorri Kristjánsson | 8.16 | 5 | ||
Bræðraá | Pétur Vopni Sigurðsson | 8.42 | 4 | ||
Dalland | Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir | 8.35 | 9 | Afkv | |
Dýrfinnustaðir | Friðrik Ingólfur Helgason, Unnur E. Sveinbjörnsdóttir og fjölsk. | 8.23 | 5 | ||
Efri-Hvoll | Lena Zielinski og Guðmundur Magnússon | 8.27 | 4 | ||
Eystra-Fróðholt | Ársæll Jónsson, Anna Fía Finnsdóttir og fjölsk. | 8.39 | 4 | ||
Eystri-Hóll | Halldór H. Sigurðsson, Sigurður G. Halldórsson og Ævar Ö. Guðjónsson | 8.21 | 6 | ||
Finnastaðir | Björgvin Daði Sverrisson og Helena Ketilsdóttir | 8.39 | 4 | ||
Fornusandar | Finnbogi Geirsson, Magnús Þ. Geirsson, Tryggvi E. Geirsson og fjölsk. | 8.38 | 4 | ||
Heljardalur | Anton Páll Níelsson og Inga María S. Jónínudóttir | 8.39 | 5 | Afkv | |
Hlemmiskeið 3 | Árni Svavarsson og Inga Birna Ingólfsdóttir | 8.13 | 5 | ||
Hof I | Þorlákur Örn Bergsson | 8.38 | 4 | ||
Hólabak | Björn Magnússon | 8.20 | 5 | Afkv | |
Hólaborg | Emilia Staffansdotter og Ingimar Baldvinsson | 8.38 | 5 | ||
Hrafnagil | Jón Elvar Hjörleifsson, Berglind Kristinsdóttir og fjölsk. | 8.25 | 7 | ||
Hrafnshóll | Árni Björn Pálsson og Sylvía Sigurbjörnsdóttir | 8.40 | 5 | ||
Íbishóll | Guðmar Freyr Magnússon, Magnús Bragi Magnússon og fjölsk. | 8.25 | 10 | Afkv | |
Kagaðarhóll | Guðrún Stefánsdóttir, Víkingur Gunnarsson og fjölsk. | 8.24 | 5 | ||
Kirkjubær | Ágúst Sigurðsson, Unnur Óskarsdóttir og fjölsk. | 8.27 | 5 | Afkv | |
Kvíarhóll | Ingólfur Jónsson, Viðar Ingólfsson og fjölsk. | 8.39 | 6 | ||
Leirubakki | Anders Hansen, Fríða Hansen og fjölsk. | 8.21 | 4 | ||
Litli-Garður | Herdís Ármannsdóttir, Stefán Birgir Stefánsson og fjölsk. | 8.32 | 4 | ||
Lækjamót | Elín R. Líndal, Þórir Ísólfsson og fjölsk. | 8.34 | 10 | ||
Prestsbær | Inga Jensen og Ingar Jensen | 8.34 | 7 | ||
Ragnheiðarstaðir | Helgi Jón Harðarson og Glódís Helgadóttir | 8.40 | 5 | ||
Reykjavík | Leó Geir Arnarson | 8.37 | 5 | ||
Reykjavellir | Hanna Kristín Pétursdóttir | 8.38 | 4 | ||
Sauðárkrókur | Guðmundur Sveinsson og fjölskylda | 8.33 | 4 | ||
Skálakot | Guðmundur J. Viðarsson, Jóhanna S. Þórhallsdóttir og fjölsk. | 8.23 | 4 | ||
Skíðbakki I | Guðbjörg Albertsdóttir, Rútur Pálsson og fjölsk. | 8.31 | 6 | ||
Skíðbakki III | Erlendur Árnason og Sara Pesenacker | 8.34 | 5 | ||
Steinnes | Magnús Jósefsson, Jón Árni Magnússon og fjölsk. | 8.31 | 8 | ||
Steinsholt 1 | Magnús J. Matthíasson, Magnús R. Magnússon og Marie G. Rasmussen | 8.27 | 5 | ||
Stíghús | Guðbrandur Stígur Ágústsson og fjölsk. | 8.39 | 4 | ||
Strandarhjáleiga | Sigurlín Óskarsdóttir, Þormar Andrésson og fjölsk. | 8.19 | 4 | ||
Strandarhöfuð | Auður M. Möller, Guðmundur M. Stefánsson, Strandarhöfuð ehf | 8.29 | 5 | ||
Svignaskarð | Guðmundur Skúlason, Oddný Mekkín Jónsdóttir og fjölsk. | 8.16 | 4 | ||
Torfunes | Baldvin Kr. Baldvinsson | 8.41 | 4 | ||
Tvenna | Thomas Kreutzfeldt, Tvenna ehf. | 8.22 | 4 | ||
Þjóðólfshagi 1 | Sigurður Sigurðarson | 8.35 | 9 | ||
Þóroddsstaðir | Bjarni Bjarnason og Freyja Rós Haraldsdóttir. | 8.27 | 4 |