Ragnar og Hekla í úrslitum

Hekla Rán Hannesdóttir og Huginn frá Halakoti
Alls tóku 21 knapar þátt í fjórgangi V1 í ungmennaflokki og voru þar fjórir knapar sem kepptu fyrir Íslands hönd.
Ragnar Snær Viðarsson tryggði sér sæti í A úrslitum á Gimsteini frá Íbishóli en þeir eru jafnir Palma Sandlau Jacobsen á Sjóla von Teland í öðru sæti með 6,97 í einkunn. Gimsteinn er undan Óskasteini frá Íbishóli og Ljósbrá frá Hólabaki og voru þeir að skora hæst fyrir brokk og greitt tölt.
Hekla Rán Hannesdóttir vann sér inn þátttökurétt í B úrslitum en hún er á Huginn frá Halakoti sem er undan Víf frá Halakoti og Herkúles frá Ragnheiðarstöðum. Þau hlutu 6,63 í einkunn og er efst inn í B úrslitin.
Guðný Dís Jónsdóttir á Kristal frá Jaðri og Selma Leifsdóttir á Varúlfi frá Eylandi náðu ekki í úrslit.
Efst að lokinni forkeppni er Amanda Frandsen á Tinnu frá Litlalandi með 7,10 í einkunn en hún keppir fyrir hönd Danmerkur.
Sæti | Knapi | Hestur | Einkunn |
---|---|---|---|
1 | Amanda Frandsen | Tinna frá Litlalandi | 7.10 |
2 | Palma Sandlau Jacobsen | Sjóli von Teland | 6.97 |
2 | Ragnar Snær Viðarsson | Gimsteinn frá Íbishóli | 6.97 |
4 | Maria Gjellestad Bosvik | Tindur fra Jakobsgården | 6.80 |
5 | Lára Gardarsdottir Hesselman | Álfur från Knutshyttan | 6.73 |
6.1 | Thea Hansen | Varða frá Feti | 6.63 |
6.2 | Hekla Rán Hannesdóttir | Huginn frá Halakoti | 6.63 |
8.1 | Luisa Husby Sem | Bakkus fra Grundet Hus | 6.43 |
8.2 | Emilie Saaugaard-Haaning | Vaka fra Nr. Tolstrup | 6.43 |
10.1 | Miina Sarsama | Freir fra Kaakkola | 6.37 |
10.2 | Saga Berggren | Kolfinnur från Margaretehof | 6.37 |
12 | Klara Solberg | Sabrína frá Fornusöndum | 6.30 |
13.1 | Maren Brandsgård Skaug | Aþena fra Skogly | 6.27 |
13.2 | Lowa Walfridsson | Seifur från Skälleryd | 6.27 |
15 | Rakel Brattalid Tindskard | Sílas vom Forstwald | 6.20 |
16 | Hedda Moldestad | Blökk frá Skjálg | 6.17 |
17 | Sekine Brewster | Meistari från Lindarbakka | 6.00 |
18.1 | Lilly Björsell | Börkur fra Kleiva | 5.97 |
18.2 | Guðný Dís Jónsdóttir | Kristall frá Jaðri | 5.97 |
20 | Selma Leifsdóttir | Varúlfur frá Eylandi | 5.93 |
21 | Mina Fidje Hansen | Maríus frá Húsavík | 5.57 |