Norðurlandamót Ragnar og Hekla í úrslitum

  • 8. ágúst 2024
  • Fréttir

Hekla Rán Hannesdóttir og Huginn frá Halakoti

Forkeppni í fjórgangi í ungmennaflokki

Alls tóku 21 knapar þátt í fjórgangi V1 í ungmennaflokki og voru þar fjórir knapar sem kepptu fyrir Íslands hönd.

Ragnar Snær Viðarsson tryggði sér sæti í A úrslitum á Gimsteini frá Íbishóli en þeir eru jafnir Palma Sandlau Jacobsen á Sjóla von Teland í öðru sæti með 6,97 í einkunn. Gimsteinn er undan Óskasteini frá Íbishóli og Ljósbrá frá Hólabaki og voru þeir að skora hæst fyrir brokk og greitt tölt.

Hekla Rán Hannesdóttir vann sér inn þátttökurétt í B úrslitum en hún er á Huginn frá Halakoti sem er undan Víf frá Halakoti og Herkúles frá Ragnheiðarstöðum. Þau hlutu 6,63 í einkunn og er efst inn í B úrslitin.

Guðný Dís Jónsdóttir á Kristal frá Jaðri og Selma Leifsdóttir á Varúlfi frá Eylandi náðu ekki í úrslit.

Efst að lokinni forkeppni er Amanda Frandsen á Tinnu frá Litlalandi með 7,10 í einkunn en hún keppir fyrir hönd Danmerkur.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar