Ragnar vann fimmganginn

  • 26. febrúar 2023
  • Fréttir
Niðurstöður úr Meistaradeild Líflands og æskunnar

Meistaradeild Líflands og æskunnar fór fram í dag í TM reiðhöllinni í Víðidalnum. Keppt var að þessu sinni í fimmgang en þetta var önnur greinin í deildinni.

Fanndís Helgadóttir á Sporta frá Vesturkoti var efst eftir forkeppni með 6,40 í einkunn en rétt á eftir henni voru þeir jafnir frændurnir Ragnar Snær Viðarsson á Kamb frá Akureyri og Matthías Sigurðsson á Hljóm frá Ólafsbergi með 6,30 í einkunn.

Í b úrslitum var Helena Rán Gunnarsdóttir hlutskörpust á Gyðju frá Læk en reglum samkvæmt fór hún ekki upp í a úrslit þar sem þau eru haldin strax á eftir.

Í a úrslitum var nokkuð um vendingar og hart barist um gullið. Leik fór þó þannig að Ragnar Snær endaði efstur með 6,74 í einkunn, Matthías varð annar með 6,64, Embla Lind Ragnarsdóttir varð þriðja með 6,52 og Fanndís í fjórða með 6,36 í einkunn.

Það var svo lið Hrímnis/Hest.is sem var stigahæst í fimmgangum en knapar í því eru þeir Ragnar Snær, Matthías, Ragnar Bjarki og Dagur.

Strákanir í liði Hrímnis/Hest.is taka á móti liðaplattanum – Matthías, Ragnar Bjarki, Dagur og Ragnar Snær.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður mótsins.

Fimmgangur F1 – Unglingaflokkur –  A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Ragnar Snær Viðarsson Kambur frá Akureyri 6,74
2 Matthías Sigurðsson Hljómur frá Ólafsbergi 6,64
3 Embla Lind Ragnarsdóttir Mánadís frá Litla-Dal 6,52
4 Fanndís Helgadóttir Sproti frá Vesturkoti 6,36
5 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Ísak frá Jarðbrú 6,17
6 Helena Rán Gunnarsdóttir Gyðja frá Læk 0,00

Fimmgangur F1 – Unglingaflokkur –  B úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Helena Rán Gunnarsdóttir Gyðja frá Læk 6,36
7 Herdís Björg Jóhannsdóttir Snædís frá Forsæti II 6,17
8 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted Vordís frá Vatnsenda 5,95
9 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Hnokki frá Reykhólum 5,93
10 Gabríel Liljendal Friðfinnsson Grána frá Runnum 4,93

Fimmgangur F1 – Unglingaflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Fanndís Helgadóttir Sproti frá Vesturkoti 6,40
2-3 Ragnar Snær Viðarsson Kambur frá Akureyri 6,30
2-3 Matthías Sigurðsson Hljómur frá Ólafsbergi 6,30
4-5 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Ísak frá Jarðbrú 6,13
4-5 Embla Lind Ragnarsdóttir Mánadís frá Litla-Dal 6,13
6 Herdís Björg Jóhannsdóttir Snædís frá Forsæti II 6,10
7-9 Helena Rán Gunnarsdóttir Gyðja frá Læk 5,83
7-9 Gabríel Liljendal Friðfinnsson Grána frá Runnum 5,83
7-9 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted Vordís frá Vatnsenda 5,83
10 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Hnokki frá Reykhólum 5,70
11 Elva Rún Jónsdóttir Rauðhetta frá Hofi I 5,60
12-13 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Björk frá Barkarstöðum 5,50
12-13 Guðný Dís Jónsdóttir Sál frá Reykjavík 5,50
14 Eydís Ósk Sævarsdóttir Blakkur frá Traðarholti 5,30
15 Sara Dís Snorradóttir Djarfur frá Litla-Hofi 5,27
16 Kristín Eir Hauksdóttir Holake Abel frá Skáney 5,20
17 Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir Áróra frá Seljabrekku 5,17
18 Sigrún Helga Halldórsdóttir Jasmín frá Hæli 4,90
19-20 Lilja Dögg Ágústsdóttir Tinni frá Laxdalshofi 4,77
19-20 Bjarndís Rut Ragnarsdóttir Ballerína frá Hafnarfirði 4,77
21 Svandís Aitken Sævarsdóttir Hátíð frá Sumarliðabæ 2 4,73
22 Hulda Ingadóttir Vala frá Eystri-Hól 4,53
23 Þórhildur Lotta Kjartansdóttir Esja frá Leirubakka 4,47
24-25 Fríða Hildur Steinarsdóttir Lýður frá Lágafelli 4,40
24-25 Þórdís Agla Jóhannsdóttir Hvinur frá Varmalandi 4,40
26 Dagur Sigurðarson Mári frá Hvoli II 4,37
27 Selma Dóra Þorsteinsdóttir Frigg frá Hólum 4,33
28 Kolbrún Sif Sindradóttir Styrkur frá Skagaströnd 4,23
29 Elísabet Líf Sigvaldadóttir Elsa frá Skógskoti 4,10
30-31 Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir Myrkvi frá Traðarlandi 4,07
30-31 Elsa Kristín Grétarsdóttir Rönd frá Ásmúla 4,07
32 Hrefna Kristín Ómarsdóttir Dímon frá Álfhólum 3,97
33 Apríl Björk Þórisdóttir Tindur frá Þjórsárbakka 3,80
34 Róbert Darri Edwardsson Hamar frá Syðri-Gróf 1 3,77
35 Sigurbjörg Helgadóttir Lás frá Jarðbrú 1 3,73
36 Andrea Óskarsdóttir Hvanndal frá Oddhóli 3,63
37 Kolbrún Katla Halldórsdóttir Hervar frá Snartartungu 3,57
38 Kristín María Kristjánsdóttir Vígar frá Laugabóli 3,23
39 Kristín Karlsdóttir Folinn frá Laugavöllum 2,83
40 Unnur Rós Ármannsdóttir Djarfur frá Ragnheiðarstöðum 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar