Áhugamannadeild Norðurlands Rakel og Rósanna sigruðu fimmganginn

  • 15. mars 2025
  • Fréttir

Rósanna Valdimarsdóttir og Spennandi frá Fitjum

Fimmgangskeppni lokið í Áhugamannadeild Norðurlands

Annað mót í Áhugamannadeild Norðurlands var haldið í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki í dag. Óhætt er að fullyrða að deild þessi sé mikil lyftisstöng fyrir hestamennskuna á Norðurlandi sem sást bersýnilega á góðri mætingu áhorfenda og góðum sýningum knapa.

Mótið var sýnt í beinni útsendingu á EiðfaxaTV, á rásum Eiðfaxa hjá Sjónvarpi Símans og Vodafone.
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitastjóri Skagafjarðar veitti verðlaun ásamt Unni Rún Sigurpálsdóttur, stjórnarmanni Landssamband hestamannafélaga.

Keppt var bæði í fimmgangi minna vanir (F3) og fimmgangi meira vanir (F2).
Í flokki meira vanra knapa var keppnin æsispennandi fram á síðasta skeiðsprett. Það fór svo að Rósanna Valdimarsdóttir og Spennandi frá Fitjum stóðu uppi sem sigurvegarar en Spennandi er stóðhestur með 9.0 fyrir skeið og 10.0 fyrir prúðleika í kynbótadómi.
Í fimmgangi minna vönum var það Rakel Eir Ingimarsdóttir sem bar sigur út býtum með reynsluboltann Bergstein frá Akureyri. Þau leiddu eftir forkeppni með einkunnina 5,93 og unnu svo með 6,36 í einkunn.
Lokamót deildarinnar verður haldið þann 5. apríl í Léttishöllinni á Akureyri þar sem keppt verður í tölti.

Stigahæsta lið í fimmgangi var lið Syðra-Skörðugils en liðið vann einnig liðabikarinn í fjórgangi og stendur því efsti í liðakeppninni. Fulltrúar liðsins í dag voru Fjóla Viktorsdóttir, Leana Anna, María Ósk Ómarsdóttir og Spire Ohlsson. Aðrir liðsmenn eru Unnur Erla og Þóranna Másdóttir.

Stigahæsta lið dagsins var lið Syðra-Skörðugils

Fimmgangur F2 – Meira vanir
1 Rósanna Valdimarsdóttir / Spennandi frá Fitjum 6,36
2 Guðmundur Þór Elíasson / Fríða frá Varmalæk 1 6,31
3 Eline Schriver / Sinfónía frá Hofi 5,93
4 Spire Cecilina Ohlsson / Ljúfur frá Lækjamóti II 5,9
5 Herdís Einarsdóttir / Trúboði frá Grafarkoti 5,67
6 María Ósk Ómarsdóttir / Rosi frá Berglandi I 4,74

7 Valur Valsson / Brana frá Flögu 5,87
8-9 Einar Ben Þorsteinsson / Stormsker frá Stormi 5,80
8-9 Valgerður Sigurbergsdóttir / Kólga frá Akureyri 5,80
10-11 Greta Brimrún Karlsdóttir / Brimdís frá Efri-Fitjum 5,73
10-11 Björn Ólafur Úlfsson / Paradís frá Gullbringu 5,73
12 Björgvin Helgason / Karlsberg frá Kommu 5,60
13 Rúnar Júlíus Gunnarsson / Kopar frá Hrafnagili 5,53
14 Bergþóra Sigtryggsdóttir / Askur frá Laugavöllum 5,37
15-16 Ragnar Magnússon / Hugleikur frá Skriðufelli 5,33
15-16 Ólöf Sigurlína Einarsdóttir / Stika frá Skálakoti 5,33
17 Camilla Munk Sörensen / Demantur frá Vindheimum 5,20
18 Mathilde Larsen / Sævar frá Íbishóli 5,10
19 Guðrún Margrét Steingrímsdóttir / Eyjasól frá Litlu-Brekku 5,07
20-21 Gracina Fiske / Ópera frá Vindheimum 4,70
20-21 Aldís Ösp Sigurjónsd. / Þula frá Bringu 4,70
22 Magnús Fannar Benediktsson / Hrafntinna frá Gullbringu 4,13
23 Kristín Hrönn Pálsdóttir / Þyrill frá Reyðarfirði 3,63
24 Hallgrímur Anton Frímannsson / Breki frá Lönguhlíð 2,87

 

Rakel Eir Ingimarsdóttir og Bergsteinn frá Akureyri

Fimmgangur F3 – Minna vanir

1 Rakel Eir Ingimarsdóttir og Bergsteinn frá Akureyri 6,36
2 Fjóla Viktorsdóttir og Snælda frá Syðra-Skörðugili 6,00
3 Leana Anna Raphaela Haag og Tími frá Tölthólum 5,56
4 Ríkey Nótt Tryggvadóttir og Alda frá Hvalnesi 5,39
5 Melanie Hallbach og Maísól frá Stormi 5,31
6 Ásdís Karen Hauksdóttir og  Aþena frá Hrafnagili 4,86

7 Berglind Ösp Viðarsdóttir og Lukka frá Árhóli 4,80
8 Aníta Ýr Atladóttir og Dögun frá Hofi 4,77
9 Íris Ósk Jóhannesdóttir og Goði frá Hálsi 4,57
10 Sunna Júlía Þórðardóttir og Sæstjarna frá Skorrastað 4 4,47
11 Stefanía Malen Stefánsdóttir og Kolbeinn frá Skriðufelli 4,10
12 Nele Mahnke og Vissa frá Mykjunesi 2 4,03
13 Ragnar Smári Helgason og Austri frá Litlu-Brekku 4,00
14 Brynhildur Heiða Jónsdóttir og Ásaþór frá Hnjúki 3,97
15 Guðmundur Sigfússon og Mídas frá Köldukinn 2 3,87
16- Felicitas Doris Helga Juergens og Nótt frá Stóra-Sandfelli 2 3,77
17 Örvar Már Jónsson og Hrafnaklukka frá Stóra-Sandfelli 3 3,73
18 Guðmundur Stefán Sigurðarson og Rás frá Varmalæk 1 3,67
19 Jenny Larson og Prins frá Hrafnagili 3,63
20 Jóhannes Ingi Björnsson og Andri frá Útnyrðingsstöðum 3,57
21 Stefán Berg Ragnarsson og Valíant frá Skriðufelli 3,50
22 Jón Þór Sigurðsson og Vigdís frá Jaðri 3,23
23 Sara Kjær Boenlykke og Jóndís frá Hæli 2,83
24 Giulia Weitz og Jörð frá Djúpadal 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar