Sandur og Rana sigruðu í Hafnarfirði

Efstu merfolöld
Folaldasýning Sörla var haldin í gær, laugardaginn 29.mars á Sörlastöðum og tókst mjög vel til.
Dómarar voru Jón Vilmundarson og Valdís Björk Guðmundsdóttir.
29 folöld voru skráð á sýninguna, hvert öðru glæsilegra. Fengu folöld stig frá 1-5 fyrir 4 þætti; yfirlínu, samræmi, hreyfingar og fjölhæfni.
Folatollauppboðið var á sínum stað og voru boðnir upp tollar undir Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum, Ottesen frá Ljósafossi, Kolfaxa frá Margrétarhofi, Skugga-Svein frá Austurhlíð og Frosta frá Hjarðartúni. Við þökkum eigendum þessara hesta kærlega fyrir stuðninginn.
Folald sýningarinnar og handhafi Þjórsárbakkabikarsins glæsilega var Rana frá Hafnarfirði.
Úrslit urðu eftirfarandi:

Ræktendur og eigendur efstu merfolalda
Flokkur merfolalda:
1.Rana frá Hafnarfirði
Brúntvístjörnótt
M: Vigdís frá Hafnarfirði
F: Hrafn frá Oddsstöðum
Eigandi og ræktandi: Bryndís Snorradóttir
2.Sólrún frá Svignaskarði
Rauðstjörnótt (verður grá)
M: Hugsýn frá Svignaskarði
F: Sólon frá Skáney
Eigandi og ræktandi: Guðmundur Skúlason
3.Sóley frá Miklaholti
Rauðskjótt, blesótt
M: Ísafold frá Hólaborg
F: Illugi frá Miklaholti
Eigandi: Helga Guðrún Friðþjófsdóttir
Ræktandi: Þór Kristjánsson
4.Nös frá Ásgeirsbrekku
Rauðnösótt
M: Von frá Enni
F: Stardal frá Stíghúsi
Eigandi: Guðbr.Stígur Ágústsson
Ræktandi: Jóhann Ingi Haraldsson
5.Vorsól frá Áslandi
Rauð
M: Sóldögg frá Áslandi
F: Sindri frá Hjarðartúni
Eigendur og ræktendur: Kristín Þorgeirsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Þorgeir
Jóhannesson og Gyða Sigríður Tryggvadóttir

Efstu merfolöld

Ræktendur og eigendur efstu hestfolalda
Flokkur hestfolalda:
1.Sandur frá Stíghúsi
Móálóttur, skjóttur
M: Sara frá Sæfelli
F: Steinn frá Stíghúsi
Eigandi og ræktandi: Guðbr. Stígur Ágústsson
2.Rökkvi frá Sæfelli
Brúnn
M: Særún frá Sæfelli
F: Toppur frá Sæfelli
Eigandi og ræktandi: Jens Arne Petersen
3.Keisari frá Bjarkarhöfða
Rauðskjóttur
M: Kjós frá Bjarkarhöfða
F: Dalvar frá Efsta-Seli
Eigandi og ræktandi: Haraldur Haraldsson
4.Kári frá Svignaskarði
Jarpskjóttur
M: Jónsmessa frá Svignaskarði
F: Logi frá Svignaskarði
Eigandi og ræktandi: Oddný Mekkín Jónsdóttir
5.Katlar frá Steinnesi
Moldóttur
M: Sigyn frá Steinnesi
F: Steinn frá Stíghúsi
Eigandi: Guðbr. Stígur Ágústsson
Ræktandi: Magnús Jósepsson

Efstu hestfolöld
