Rannsaka endurheimt íslenskra hrossa í kappreiðum
Markmið rannsóknarinnar er að fá betri skilning á hversu lengi hjartslátturinn er að jafna sig og styrk mjólkursýru í blóði eftir 250 m. skeiðsprett. Skoðað verður hversu hátt púlsinn fer og hversu mikið mjólkursýru gildið eykst við álagið. Byggt á niðurstöðum rannsóknarinnar verður síðan endurskoðað lágmarkshlé á milli tveggja skeiðspretta í kappreiðum.
Forrannsóknir voru gerðar í Brunnadern í Svíþjóð í október 2023 og hélt vinnan síðan áfram síðustu vikuna í ágúst og þá á Íslandi. Hópurinn samanstendur af vísindamönnum frá Háskólanum á Hólum og Háskólanum í Zürich í Sviss. Verkefninu er stýrt af þeim Guðrúnu Jóhönnu Stefánsdóttur og Michael Weishaupt. Fengu þau ómetanlega aðstoð frá knöpum og aðstoðarmönnum einnig frá Sigurbirni Bárðasyni, A-landsliðsþjálfara Íslands, við að fá knapa til að taka þátt í rannsókninni og stuðning frá dýralæknunum Gesti Júlíussyni og Þóru Höskuldsdóttur en þau starfa bæði á Dýraspítalanum í Lögmannshlíð á Akureyri.
Var skoðaðu endurheimt hjá mörgum af fljótustu skeiðhrossum landsins og voru rannsakendur mjög heppin með veður á báðum stöðum en rannsóknin fór fram á Hólum, Hellu og í Víðidal í Reykjavík.
Verður áhugavert að sjá hvaða niðurstöður koma úr rannsókninni og hvaða áhrif hún mun hafa á framkvæmd kappreiða, þá hvað varðar hlé á milli spretta.