Ráslisti fyrir fimmganginn klár

Á morgun, föstudag, verður keppt í fimmgangi í Meistaradeild Líflands í HorseDay höllinni, Ingólfshvoli. Keppnin hefst á slaginu 19:00 en húsið og veitingasala opnar kl. 17:00. Hér fyrir neðan er hægt að sjá ráslista kvöldsins en Þorgeir Ólafsson á Goðasteini frá Haukagili er fyrstu í braut. Sigurvegarinn frá því í fyrra Árni Björn Pálsson er skráður til leiks á sama hesti, Kötlu frá Hemlu II og Íslandsmeistarinn í greininni er einnig skráður til leiks, Sara Sigurbjörnsdóttir á Flóka frá Oddhóli. Margir nýjir hestar eru skráðir til leiks í bland við gamalreynd pör svo spennandi verður að sjá hvernig leikar fara.
„Heyrst hefur að margir hafa sýnt mikil tilþrif á æfingum og vænta megi mikils af knöpum og hestum þetta kvöld. Við erum stolt af því að Toyota Selfossi ætlar að þessu sinni að bjóða áhorfendum í höllina. Veitingarnar verða á sínum stað. Hægt er að panta mat og fá frátekið sæti í kaupæti. Það lítur út fyrir að það verði húsfyllir og frábær stemning í HorseDay höllinni. Húsið og veitingasala opnar kl. 17:00, hleypt verður inn í höllina kl. 18:15 upphitunarhestur fer í braut 18:30 og keppni hefst svo keppnin stundvíslega kl. 19:00 og verður einnig í beinni útsendingu á Alendis. Þeir sem panta mat á info@ingolfshvoll.is fá sæti merkt sér á besta stað i stúkunni. Tilvalið fyrir vinina og eða fjölskylduna. Að lokinni keppni mun svo trúbadorinn Alexander halda uppi stuðinu í veislusalnum á Ingólfshvoli,“ segir í tilkynningu frá stjórn deildarinnar
Veitingar sem verða í boði:
Lambalæri með sveppasósu, kartöflugratín, steiktu grænmeti og salati.
Vínarsnitsel með tilheyrandi meðlæti.
Eldbakaðar pizzur og pizzusneiðar.
VOR samlokur.
Ráslisti – Fimmgangur – Meistaradeild
Nr. Knapi Lið Hestur
1 Þorgeir Ólafsson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu
2 Benjamín Sandur Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Smyrill frá V-Stokkseyrarseli
3 Gústaf Ásgeir Hinriksson Árbakki/Hestvit Silfursteinn frá Horni I
4 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga / Horseexport Viljar frá Auðsholtshjáleigu
5 Jóhann Kristinn Ragnarsson Austurkot / Storm Rider Vænting frá Vöðlum
6 Ragnar Stefánsson UPPBOÐSSÆTI Mánadís frá Litla-Dal
7 Helga Una Björnsdóttir Hjarðartún Kría frá Hvammi
8 Árni Björn Pálsson Top Reiter Katla frá Hemlu II
9 Ragnhildur Haraldsdóttir Ganghestar / Margrétarhof Ísdís frá Árdal
10 Bjarni Jónasson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli
11 Sara Sigurbjörnsdóttir Auðsholtshjáleiga / Horseexport Flóki frá Oddhóli
12 Jóhanna Margrét Snorradóttir Árbakki/Hestvit Rosi frá Berglandi I
13 Jakob Svavar Sigurðsson Hjarðartún Nökkvi frá Hrísakoti
14 Konráð Valur Sveinsson Top Reiter Seiður frá Hólum
15 Viðar Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Eldur frá Mið-Fossum
16 Hafþór Hreiðar Birgisson Austurkot / Storm Rider Þór frá Meðalfelli
17 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Ganghestar / Margrétarhof Sölvi frá Stuðlum
18 Ásmundur Ernir Snorrason Auðsholtshjáleiga / Horseexport Ás frá Strandarhöfði
19 Hans Þór Hilmarsson Hjarðartún Ölur frá Reykjavöllum
20 Pierre Sandsten Hoyos Árbakki/Hestvit Engill frá Kambi
21 Teitur Árnason Top Reiter Nóta frá Flugumýri II
22 Flosi Ólafsson Hrímnir / Hest.is Steinar frá Stíghúsi
23 Kristófer Darri Sigurðsson Austurkot / Storm Rider Fluga frá Lækjamóti
24 Ólafur Ásgeirsson Þjóðólfshaga / Sumarliðabæjar Hekla frá Einhamri 2
25 Glódís Rún Sigurðardóttir Ganghestar / Margrétarhof Salka frá Efri-Brú