Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Ráslisti fyrir gæðingalistina í Meistaradeildinni

  • 13. mars 2024
  • Fréttir
Þá er það orðið ljóst hverjir mæta í gæðingalistina á föstudaginn í Meistaradeild Líflands

Í fyrra var það villiköttur sem vann en það var hún Olil Amble á Glampa frá Ketilsstöðum sem sigraði með eftirminnilega sýningu. Hún keppti fyrir lið Hjarðartún. Gott útspil fyrir liðið í fyrra og greinilegt að margir ætla sér að nýta villiköttinn í ár en alls eru fimm villikettir skráðir til leiks. Það verður spennandi að sjá hverjir þeir eru en það kemur ekki í ljós fyrr en þeir ríða í braut. Einnig mætir uppboðsknapi í gæðingalistina en Hanne Smidesang er skráð með Tón frá Hjarðartúni.

Glódís Rún Sigurðardóttir leiðir einstaklingskeppnina eins og er og mætir hún með Breka frá Austurási. Þetta er þriðja greinin sem þau keppa í í deildinni í vetur en þau unnu slaktaumatöltið og voru í þriðja sæti í fjórgangnum. Á eftir henni er Jakob Svavar Sigurðsson og er hann til alls líklegur. Hann er skráður á stóðhestinum Skarp frá Kýrholti en þeir unnu fjórganginn og voru í öðru sæti í gæðingalistinni í fyrra.

​Keppni hefst kl. 19:00 á föstudaginn í HorseDay höllinni. Eins og áður verður frítt inn í höllina en það er Bílfang bílasala sem býður. Frábærar veitingar og hlaðborð eru í boði á fyrir og á meðan keppni stendur. Hægt er að panta fyrir fram á hlaðborðið og fylgir þá frátekið sæti með í kaupbæti. Allar pantanir fara fram HÉR en nánari upplýsingar má nálgast á info@ingolfshvoll.

Hér fyrir neðan er ráslisti kvöldsins

Ráslisti 
1 Guðmar Þór Pétursson Sókrates frá Skáney Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
2 Benjamín Sandur Ingólfsson Elding frá Hrímnisholti Hrímnir / Hest.is
3 Ólafur Andri Guðmundsson Dröfn frá Feti Austurkot / Pula
4 Helga Una Björnsdóttir Hátíð frá Efri-Fitjum Hjarðartún
5 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Ganghestar / Margrétarhof
6 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hylur frá Flagbjarnarholti Top Reiter
7 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum Hestvit / Árbakki
8 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg Austurkot / Pula
9 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti Hjarðartún
10 Villiköttur Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
11 Villiköttur Hrímnir / Hest.is
12 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli Ganghestar / Margrétarhof
13 Teitur Árnason Hafliði frá Bjarkarey Top Reiter
14 Hanne Smidesang Tónn frá Hjarðartúni Uppboðsknapi
15 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási Hestvit / Árbakki
16 Villiköttur Austurkot/Pula
17 Villiköttur Hjarðartún
18 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir / Hest.is
19 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar / Margrétarhof
20 Þorgeir Ólafsson Aþena frá Þjóðólfshaga 1 Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
21 Fredrica Fagerlund Stormur frá Yztafelli Hestvit / Árbakki
22 Villiköttur Top Reiter

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar